Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Svavar Hávarðsson skrifar 27. október 2015 07:00 Smátt og smátt breyta jökulhlaupin grónu hrauni í eyðimörk. mynd/áskell þórisson Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira