Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2015 14:01 TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, við aðgerðir á vettvangi slyssins þar sem flakið var flutt að Bug í Hörgárdal og þaðan með vörubíl til Reykjavíkur. Vísir/Völundur Jónsson Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hefur verið útskrifaður af lýtalækningadeild Landspítalans og er nú í endurhæfingu á Grensásdeild. Framundan er langt og strangt bataferli en hann er á hægum en góðum batavegi að því er segir í svari Landspítalans til fréttastofu með leyfi Arngríms. Arngrímur lenti í flugslysi á Tröllaskaga sunnudaginn 9. ágúst þegar lítil flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Akureyri. Félagi Arngríms í fluginu, Arthur Grant Wagstaff frá Kanada, lét lífið. Arngrímur náði að koma sér sjálfur úr vélinni. Hann útskrifaðist af gjörgæslu um viku eftir slysið en hann hlaut alvarleg brunasár á öðrum handleggi og báðum fótleggjum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á því hvað miður fór í fluginu. Ragnar Guðmundsson, hjá rannsóknarnefndinni, segir í samtali við Vísi að rannsókninni miði ágætlega en hafa verði í huga að rannsóknir á slysum sem þessum taki yfirleitt á bilinu eitt til þrjú ár.Arngrímur Jóhansson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugstjóri Íslands.Vélin illa farin„Við erum að skoða vissa hluta í flakinu,“ segir Ragnar en ekki sé hægt að greina frá nánar frá gangi rannsóknarinnar. Senda þarf hluta úr flakinu úr landi á verkstæði framleiðenda. Biðin eftir því getur verið löng. Á Ragnar von á því að rannsóknin á þessu máli muni taka um tvö ár þótt ómögulegt sé að spá fyrir um það af mikilli nákvæmni. Það erfiðasta við rannsókn þess slyss sé það hve illa flugvélin er farin en hún brann mikið. Í litlum vélum á borð við þessa, de Havilland Beaver, er ekki að finna flugrita. Rannsóknarnefndin hefur til rannsóknar 25-30 flugslys í einu og segir Ragnar að á árinu 2015 hafi komið upp 21 alvarlegt flugatvik eða flugslys sem tekin hafi verið til rannsóknar. Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur hlaut alvarleg brunasár á handlegg og báðum fótleggjum Fór í aðgerð í gær og líðan hans er stöðug. 13. ágúst 2015 16:50 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Arngrímur útskrifaður af gjörgæslu Flugstjórinn liggur nú á lýtalækningadeild spítalans en hann hlaut alvarleg brunasár. 17. ágúst 2015 17:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hefur verið útskrifaður af lýtalækningadeild Landspítalans og er nú í endurhæfingu á Grensásdeild. Framundan er langt og strangt bataferli en hann er á hægum en góðum batavegi að því er segir í svari Landspítalans til fréttastofu með leyfi Arngríms. Arngrímur lenti í flugslysi á Tröllaskaga sunnudaginn 9. ágúst þegar lítil flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Akureyri. Félagi Arngríms í fluginu, Arthur Grant Wagstaff frá Kanada, lét lífið. Arngrímur náði að koma sér sjálfur úr vélinni. Hann útskrifaðist af gjörgæslu um viku eftir slysið en hann hlaut alvarleg brunasár á öðrum handleggi og báðum fótleggjum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á því hvað miður fór í fluginu. Ragnar Guðmundsson, hjá rannsóknarnefndinni, segir í samtali við Vísi að rannsókninni miði ágætlega en hafa verði í huga að rannsóknir á slysum sem þessum taki yfirleitt á bilinu eitt til þrjú ár.Arngrímur Jóhansson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugstjóri Íslands.Vélin illa farin„Við erum að skoða vissa hluta í flakinu,“ segir Ragnar en ekki sé hægt að greina frá nánar frá gangi rannsóknarinnar. Senda þarf hluta úr flakinu úr landi á verkstæði framleiðenda. Biðin eftir því getur verið löng. Á Ragnar von á því að rannsóknin á þessu máli muni taka um tvö ár þótt ómögulegt sé að spá fyrir um það af mikilli nákvæmni. Það erfiðasta við rannsókn þess slyss sé það hve illa flugvélin er farin en hún brann mikið. Í litlum vélum á borð við þessa, de Havilland Beaver, er ekki að finna flugrita. Rannsóknarnefndin hefur til rannsóknar 25-30 flugslys í einu og segir Ragnar að á árinu 2015 hafi komið upp 21 alvarlegt flugatvik eða flugslys sem tekin hafi verið til rannsóknar.
Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur hlaut alvarleg brunasár á handlegg og báðum fótleggjum Fór í aðgerð í gær og líðan hans er stöðug. 13. ágúst 2015 16:50 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Arngrímur útskrifaður af gjörgæslu Flugstjórinn liggur nú á lýtalækningadeild spítalans en hann hlaut alvarleg brunasár. 17. ágúst 2015 17:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Arngrímur hlaut alvarleg brunasár á handlegg og báðum fótleggjum Fór í aðgerð í gær og líðan hans er stöðug. 13. ágúst 2015 16:50
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Arngrímur útskrifaður af gjörgæslu Flugstjórinn liggur nú á lýtalækningadeild spítalans en hann hlaut alvarleg brunasár. 17. ágúst 2015 17:08