Mikið af nýjungum í iPhone 6S Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2015 18:39 Hægt verður að fá sérstaka hleðslustöð. Skjáskot „Það eina sem hefur breyst er allt,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple þegar nýjustu útgáfur af iPhone-símum Apple voru kynntar. Símarnir eru stútfullir af nýjungum. Símarnir nefnast iPhone 6S og iPhone 6S Plus og munu koma í fjórum litum, geimgráum, gulllit, silfurlit og rósgylltu. Glerið í skjánum hefur verið styrkt og svokallað 3D touch hefur verið kynnt til leiks. Hægt verður að fá nokkrar útgáfur af símanum, 16gb, 64gb og 128gb. Mun síminn geta numið með hversu miklu afli er þrýst á skjáinn og birta upplýsingar eftir því. Til að mynda er hægt að þrýsta létt á heimaskjáinn og þar birtast aðgerðir sem algengt er að notandinn nýti sér, eins og að senda skilaboð eða hringja símtal.Skjárinn nemur hve fast er þrýst á skjáinn.SkjáskotBúið er að uppfæra örgjörvann í símanum og er hann að sögn hraðari en nokkur annar örgjörvi sem verið hefur í iPhone-símum hingað til. A9 örgjörfinn þarf minna afl og virkar hraðar, bæði í grafíkvinnslu sem og venjulegri vinnslu. Myndavélin fær uppfærslu og er nú orðin 12 megapixlar og getur húb tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Myndavélin framan á símanum er 5 megapixlar og hægt verður að nota skjáinn á símanum sem flass. Jafnframt kynnti Apple svokallað Live Photos en símarnir munu sjálfkrafa taka upp 1,5 sekúndu fyrir og eftir myndir sem notandi tekur svo hægt sé að endurupplifa augnablikið sem myndin var tekin á. Símarnir koma út 25. september í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Kína, Japan og Ástralíu og verða komnir til 130 landa fyrir lok ársins.#appleis Tweets Tækni Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Það eina sem hefur breyst er allt,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple þegar nýjustu útgáfur af iPhone-símum Apple voru kynntar. Símarnir eru stútfullir af nýjungum. Símarnir nefnast iPhone 6S og iPhone 6S Plus og munu koma í fjórum litum, geimgráum, gulllit, silfurlit og rósgylltu. Glerið í skjánum hefur verið styrkt og svokallað 3D touch hefur verið kynnt til leiks. Hægt verður að fá nokkrar útgáfur af símanum, 16gb, 64gb og 128gb. Mun síminn geta numið með hversu miklu afli er þrýst á skjáinn og birta upplýsingar eftir því. Til að mynda er hægt að þrýsta létt á heimaskjáinn og þar birtast aðgerðir sem algengt er að notandinn nýti sér, eins og að senda skilaboð eða hringja símtal.Skjárinn nemur hve fast er þrýst á skjáinn.SkjáskotBúið er að uppfæra örgjörvann í símanum og er hann að sögn hraðari en nokkur annar örgjörvi sem verið hefur í iPhone-símum hingað til. A9 örgjörfinn þarf minna afl og virkar hraðar, bæði í grafíkvinnslu sem og venjulegri vinnslu. Myndavélin fær uppfærslu og er nú orðin 12 megapixlar og getur húb tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Myndavélin framan á símanum er 5 megapixlar og hægt verður að nota skjáinn á símanum sem flass. Jafnframt kynnti Apple svokallað Live Photos en símarnir munu sjálfkrafa taka upp 1,5 sekúndu fyrir og eftir myndir sem notandi tekur svo hægt sé að endurupplifa augnablikið sem myndin var tekin á. Símarnir koma út 25. september í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Kína, Japan og Ástralíu og verða komnir til 130 landa fyrir lok ársins.#appleis Tweets
Tækni Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira