Hlýjasti dagur ársins framundan á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 07:38 Það er góður dagur til að skella sér í sund í dag. vísir/ernir „Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis. Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis.
Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent