Svona er spákortið fyrir sunnudaginn Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2015 15:00 Það verður ekki beint sumarlegt á sunnudag ef spáin rætist. Vísir/vedur.is Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri. Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.
Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent