Rosalegur árekstur í Tour de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2015 15:39 Skjáskot úr myndbandinu á vef NBC. Margir af fremstu hjólreiðamönnum heimsins lentu í hörkuárekstri á degi þrjú af Frakklandshjólreiðunum sem fram fór í dag. Að minnsta kosti tveir þurftu að hætta keppni í kjölfarið. AFP greinir frá því að William Bonnet hafi hjólað aftan á hjól Warren Barguil sem var fyrir framan hann. Bonnet féll til jarðar og í kjölfarið rúmlega tíu til viðbótar eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Ouch... http://t.co/cnuAdO4uvD pic.twitter.com/McKNDqzk4y— Mirror Sport (@MirrorSport) July 6, 2015 Hjólreiðakapparnir voru á rúmlega 40 kílómetra hraða á klukkustund. Meðal þeirra sem féllu var Fabian Cancellara, sem leiddi í keppninni að loknum degi tvö. Simon Gerrans og Tom Dumoulin, sem var í þriðja sæti samanlagt, hafa þurft að hætta keppni vegna árekstursins. Keppni í Tour de France var stöðvuð tímabundið í kjölfarið en slíkt telja sérfræðingar að sé líklega einsdæmi, þ.e. að keppni sé stöðvuð vegna áreksturs. Um sextíu kílómetrar voru eftir af dagleiðinni þegar keppni var stöðvuð. Joaquim Rodríguez kom að lokum fyrstur í mark á dagleiðinni með Chris Froome fast á hæla sér. Nánari umfjöllun á vef Guardian. Áreksturinn má sjá í myndbandinu að neðan. Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Margir af fremstu hjólreiðamönnum heimsins lentu í hörkuárekstri á degi þrjú af Frakklandshjólreiðunum sem fram fór í dag. Að minnsta kosti tveir þurftu að hætta keppni í kjölfarið. AFP greinir frá því að William Bonnet hafi hjólað aftan á hjól Warren Barguil sem var fyrir framan hann. Bonnet féll til jarðar og í kjölfarið rúmlega tíu til viðbótar eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Ouch... http://t.co/cnuAdO4uvD pic.twitter.com/McKNDqzk4y— Mirror Sport (@MirrorSport) July 6, 2015 Hjólreiðakapparnir voru á rúmlega 40 kílómetra hraða á klukkustund. Meðal þeirra sem féllu var Fabian Cancellara, sem leiddi í keppninni að loknum degi tvö. Simon Gerrans og Tom Dumoulin, sem var í þriðja sæti samanlagt, hafa þurft að hætta keppni vegna árekstursins. Keppni í Tour de France var stöðvuð tímabundið í kjölfarið en slíkt telja sérfræðingar að sé líklega einsdæmi, þ.e. að keppni sé stöðvuð vegna áreksturs. Um sextíu kílómetrar voru eftir af dagleiðinni þegar keppni var stöðvuð. Joaquim Rodríguez kom að lokum fyrstur í mark á dagleiðinni með Chris Froome fast á hæla sér. Nánari umfjöllun á vef Guardian. Áreksturinn má sjá í myndbandinu að neðan.
Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira