Erlent

Rosalegur árekstur í Tour de France

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu á vef NBC.
Skjáskot úr myndbandinu á vef NBC.

Margir af fremstu hjólreiðamönnum heimsins lentu í hörkuárekstri á degi þrjú af Frakklandshjólreiðunum sem fram fór í dag. Að minnsta kosti tveir þurftu að hætta keppni í kjölfarið.



AFP greinir frá því að William Bonnet hafi hjólað aftan á hjól Warren Barguil sem var fyrir framan hann. Bonnet féll til jarðar og í kjölfarið rúmlega tíu til viðbótar eins og sjá má á myndbandinu að neðan.

Hjólreiðakapparnir voru á rúmlega 40 kílómetra hraða á klukkustund. Meðal þeirra sem féllu var Fabian Cancellara, sem leiddi í keppninni að loknum degi tvö.



Simon Gerrans og Tom Dumoulin, sem var í þriðja sæti samanlagt, hafa þurft að hætta keppni vegna árekstursins.



Keppni í Tour de France var stöðvuð tímabundið í kjölfarið en slíkt telja sérfræðingar að sé líklega einsdæmi, þ.e. að keppni sé stöðvuð vegna áreksturs. Um sextíu kílómetrar voru eftir af dagleiðinni þegar keppni var stöðvuð.



Joaquim Rodríguez kom að lokum fyrstur í mark á dagleiðinni með Chris Froome fast á hæla sér. Nánari umfjöllun á vef Guardian.



Áreksturinn má sjá í myndbandinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×