Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2015 16:23 Þingflokkurinn kom saman í dag til að ræða vægðarlausa umfjöllun um uppköst Ásmunda Einars í flugvél fyrr í mánuðinum. visir/gva/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45