Íslenski boltinn

FH-ingar mjög erfiðir í næsta leik eftir tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Það er orðið hægt að treysta því að FH-ingar koma sterkir til baka eftir tapleiki og þeir sýndu það og sönnuðu enn og aftur í 4-1 sigri á ÍA í gær.

FH var 2-0 yfir í hálfleik og komst í 4-0 áður en Skagamenn náðu að minnka muninn. Það var allt annað að sjá til liðsins en í 2-0 tapi á móti Val þremur dögum fyrr.

FH hefur aðeins tapað níu leikjum í Pepsi-deildinni frá miðju sumri 2011 og þetta var í áttunda skiptið sem liðið vinnur næsta leik.

Einn leikjanna er reyndar tapið fyrir Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra en næsti leikur var ekki fyrr en sjö mánunuðum síðar. Hann vannst 3-1 á móti KR í Frostaskjóli.

Eina skiptið frá því í júlí 2011 sem FH-liðið hefur ekki unnið næsta deildarleik eftir tap í Pepsi-deildinni var þegar liðið gerði "bara" 2-2 jafntefli á móti Víkingi í næsta leik eftir 3-1 tap fyrir KR í lok ágúst 2013.

FH-ingar hafa ekki tapað tveimur leikjum í röð síðan í maímánuði 2010 þegar liðið tapaði á móti ÍBV (2-3) og Breiðblik (0-2) með fjögurra daga millibili.



Næsti leikur FH-inga eftir síðustu níu töp liðsins í Pepsi-deildinni:

17. maí 2015: 2-0 tap fyrir Val

20. maí 2015: 4-1 sigur á ÍA

4. október 2014: 2-1 tap fyrir Stjörnunni

Lokaleikur tímabilsins

4. maí 2015: 3-1 sigur á KR

25. ágúst 2013: 3-1 tap fyrir KR

1. september 2014: 2-2 jafntefli við Víking Ó.

11. júlí 2013: 2-1 tap fyrir Stjörnunni

20. júlí 2013: 4-0 sigur á Keflavík

10. júní 2013: 4-2 tap fyrir KR

16. júní 2013: 4-0 sigur á Víkingi Ó.

23. ágúst 2012: 3-1 tap fyrir KR

26. ágúst 2012: 1-0 sigur á Fylki

15. júlí 2012: 3-1 tap fyrir Val

22. júlí 2012: 1-0 sigur á Grindavík

23. maí 2012: 2-0 tap fyrir KR

2. júní 2012: 8-0 sigur á Fylki

29. ágúst 2011: 4-0 tap fyrir Stjörnunni

11. september 2011: 2-1 sigur á KR



Samantekt:

9 leikir

8 sigrar

1 jafntefli

0 töp

Markatala: +24 (29-5)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×