Innlent

Þrasið hluti af verkinu

Magnús Guðmundsson skrifar
Fjölmargir hafa sótt sýningu Íslendinganna á Feneyjatvíæringnum og hér er Sverrir Agnarsson að ávarpa salinn.
Fjölmargir hafa sótt sýningu Íslendinganna á Feneyjatvíæringnum og hér er Sverrir Agnarsson að ávarpa salinn. Mynd/SNORRI ÁSMUNDSSON
„Við höfum aðeins verið að fókusera á að skila öllum umbeðnum gögnum til borgaryfirvalda í Feneyjum og gerðum það í gær,“ Segir Björg Stefánsdóttir hjá Kynningarmiðstöð Íslenskrar Myndlistar um þær fréttir að til standi að loka íslenska sýningarskálanum seinna í dag.

Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi.

„Við svöruðum öllum spurningum borgaryfirvalda og lögðum fram gögn sem sýnir fram á afhelgun kirkjunnar á sínum tíma. Við höfum hins vegar ekki heyrt frá borgaryfirvöldum síðan en erum með lögfræðing á staðnum sem gætir íslenskra hagsmuna. En málið er að það er umtalsverður þrýstingur í fjölmiðlum sem stafar af því að það eru borgarstjórnarkosningar á fullu í Feneyjum og það verður kosið í lok mánaðarins. Það hefur klárlega mikil áhrif á hvernig þetta er að þróast.“

„Það er eiginlega sorglegt að það skuli fara öll þessi umfjöllun í búrókratískt þras og þref fremur inntak verksins. En svo má líka segja að þessu samskipti séu líka ákveðinn hluti af verkinu.“ Segir Björg að lokum og vonar að fólki muni nú gefast áfram tími til þess að skoða verkið enda stendur Fenyjartvíæringurinn allt til 22. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×