Meint mannréttindabrot, bankadrusla og Bubbaplötur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 13:00 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og Magnús Guðmundsson eru allir ákærðir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. vísir Einhverri lengstu aðalmeðferð sögunnar í sakamáli á Íslandi lauk síðastliðinn föstudag þegar punkturinn var settur aftan við fimm vikna löng réttarhöld í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Hátt í 60 manns gáfu skýrslu fyrir dómi, þeir níu fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans sem eru ákærðir í málinu, og tæplega 50 vitni. Skýrslutökur af ákærðu tóku ellefu daga, vitnaleiðslur sex daga og munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda fimm daga. Fjölskipaður héraðsdómur hefur nú fjórar vikur til að kveða upp dóm en fordæmi eru þó fyrir því að dómarar taki sér lengri tíma þegar um er að ræða sérstaklega umfangsmikil og flókin mál.Bjarki Diego og Björk Þórarinsdóttir, sem sátu í lánanefnd Kaupþings á Íslandi, eru ákærð fyrir umboðssvik.vísir/ernirUm hvað snýst málið?Ákært var fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Meint markaðsmisnotkun snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5%. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni er svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik. Eins og gefur að skilja var deilt um afar margt í málinu. Allir ákærðu lýstu yfir sakleysi sínu og fóru fram á sýknu. Ákæruvaldið fer hins vegar fram á að allir verði dæmdir til refsingar. Vísir tók saman lista yfir nokkur þau atriði sem deilt hefur verið um eða vakið hafa athygli seinustu vikur í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, er hér lengst til hægri á myndinni og Birnir Sær Björnsson, einnig fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, er fyrir aftan hann.vísir/gva„Fyrirsagnaaðferð“ saksóknara sem spilaði símtöl fyrir fjölmiðla Gríðarlegur fjöldi símtala var spilaður af saksóknara við aðalmeðferðina. Bæði var um að ræða upptökur frá ákærutímabilinu úr borðsímum Kaupþings og svo símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins í apríl og maí 2010. Í símtölunum frá ákærutímabilinu sjálfu, sem gjarnan voru á milli ákærðu, kenndi ýmissa grasa og fékkst að vissu leyti innsýn inn í hugarheim og tungutak bankamanna rétt fyrir hrun. Í símtölum milli Ingólfs Helgasonar, fyrrum forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Birnis Sæs Björnssonar, starfsmann eigin viðskipta, sem báðir eru ákærðir, ræddu þeir til að mynda um „bankadrusluna“ sem þurfti „að tutla yfir par“, og þá staðreynd að þeir hafi ekki ráðið verðinu „á svona degi.“ Verjendur gagnrýndu bæði spilun þessara símtala og svo þau símtöl sem hleruð voru 2010. Einn verjandi sagði saksóknara nota „fyrirsagnaaðferð“ í málatilbúnaði sínum og annar sagði símtölin spiluð fyrir fjölmiðla. Þá héldu verjendur því fram að sönnunargildi hleruðu símtalanna væri ekkert.Björn Þorvaldsson, saksóknari, hér lengst til hægri, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.vísir/gvaFangar fyrir dómi Þrír af þeim sem ákærðir eru í málinu afplána nú fangelsisdóma vegna Al Thani-viðskiptanna, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Það gerist reglulega að fangar séu sakborningar í útistandandi málum en það sem var fordæmalaust í Kaupþingsréttarhöldunum var lengd þeirra. Hreiðar og Sigurður fóru fram á það við fangelsismálayfirvöld að þeim yrði gert kleift að vera viðstaddir aðalmeðferðina og fengu akstur og fylgd hvern dag frá Kvíabryggju í héraðsdóm. Ekki var orðið við þeirri beiðni og bar fangelsismálastjóri, Páll Winkel, fyrir sig skorti á mannskap og tækjum. Hreiðari og Sigurði bauðst hins vegar að vera vistaðir í fangaklefum á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu en hvorugur þeirra treysti sér í það. Gestur Jónsson, verjandi Sigurður, sakaði fangelsismálayfirvöld um mannréttindabrot þar sem sakborningar ættu skýlausan rétt á því að sitja aðalmeðferð í málum sem höfðuð væru gegn þeim. Fangelsismálastjóri og saksóknari höfnuðu báðir ásökunum um mannréttindabrot. Sagði Páll Winkel meðal annars að fangar gætu ekki borgað fyrir „umframréttindi“ en fram kom við aðalmeðferðina að Hreiðar Már bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra milli Kvíabryggju og Reykjavíkur.Bubbaplötur teknar við húsleit Magnús Guðmundsson gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í ræðu sem hann hélt áður en hann svaraði spurningum saksóknara. Sagði hann meðal annars frá húsleit sem gerð var á heimili hans í Lúxemborg við rannsókn málsins árið 2010. Greindi Magnús frá því að allt hefði verið tekið nema ristavélin. Þá lýsti hann furðu sinni á miklum áhuga rannsakenda á plötum með Bubba Morthens sem voru gerðar upptækar. Um var að ræða tónleikaupptökur með Bubba og danska tónlistarmanninum Poul Kreb.Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta Kauþings ásamt verjanda sínum.vísir/gvaHver sagði hverjum að gera hvað? Starfsmenn eigin viðskipta sem ákærðir eru í málinu, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson og forstöðumaður deildarinnar, Einar Pálmi Sigmundsson, báru allir fyrir dómi um ósjálfstæði eigin viðskipta þegar kom að kaupum á hlutabréfum í Kaupþingi. Sögðust þeir hafa verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna sinna en ljóst þykir að Ingólfur Helgason hafði mikil afskipti af viðskiptum með bréf í bankanum. Hann vildi þó ekki meina fyrir dómi að hann hefði gefið bein fyrirmæli heldur hafi hann rætt við starfsmenn eigin viðskipta og svo hafi ákvarðanir verið teknar í sameiningu. Hreiðar Már og Sigurður voru svo yfirmenn Ingólfs en aðkoma þeirra að hlutabréfakaupunum er nokkuð óljós. Ingólfur sagði þó þetta við aðalmeðferðina: „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Þá sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. „Planið“ og topparnir Mest lesna frétt Vísis um málið var um það þegar Pétur Kristinn brotnaði niður í dómsal á öðrum degi réttarhaldanna. Hann og Birnir voru starfsmenn „á plani“, eins og Pétur lýsti fyrir dómnum, og höfðu lítil samskipti við toppana sem eru ákærðir með þeim, þá Hreiðar og Sigurð. Ekki urðu samskiptin meiri þegar í dómsal var komið þar sem „planið“ var fjarverandi þegar topparnir komu og gáfu skýrslur fyrir dómi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Einhverri lengstu aðalmeðferð sögunnar í sakamáli á Íslandi lauk síðastliðinn föstudag þegar punkturinn var settur aftan við fimm vikna löng réttarhöld í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Hátt í 60 manns gáfu skýrslu fyrir dómi, þeir níu fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans sem eru ákærðir í málinu, og tæplega 50 vitni. Skýrslutökur af ákærðu tóku ellefu daga, vitnaleiðslur sex daga og munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda fimm daga. Fjölskipaður héraðsdómur hefur nú fjórar vikur til að kveða upp dóm en fordæmi eru þó fyrir því að dómarar taki sér lengri tíma þegar um er að ræða sérstaklega umfangsmikil og flókin mál.Bjarki Diego og Björk Þórarinsdóttir, sem sátu í lánanefnd Kaupþings á Íslandi, eru ákærð fyrir umboðssvik.vísir/ernirUm hvað snýst málið?Ákært var fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Meint markaðsmisnotkun snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5%. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni er svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik. Eins og gefur að skilja var deilt um afar margt í málinu. Allir ákærðu lýstu yfir sakleysi sínu og fóru fram á sýknu. Ákæruvaldið fer hins vegar fram á að allir verði dæmdir til refsingar. Vísir tók saman lista yfir nokkur þau atriði sem deilt hefur verið um eða vakið hafa athygli seinustu vikur í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, er hér lengst til hægri á myndinni og Birnir Sær Björnsson, einnig fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, er fyrir aftan hann.vísir/gva„Fyrirsagnaaðferð“ saksóknara sem spilaði símtöl fyrir fjölmiðla Gríðarlegur fjöldi símtala var spilaður af saksóknara við aðalmeðferðina. Bæði var um að ræða upptökur frá ákærutímabilinu úr borðsímum Kaupþings og svo símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins í apríl og maí 2010. Í símtölunum frá ákærutímabilinu sjálfu, sem gjarnan voru á milli ákærðu, kenndi ýmissa grasa og fékkst að vissu leyti innsýn inn í hugarheim og tungutak bankamanna rétt fyrir hrun. Í símtölum milli Ingólfs Helgasonar, fyrrum forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Birnis Sæs Björnssonar, starfsmann eigin viðskipta, sem báðir eru ákærðir, ræddu þeir til að mynda um „bankadrusluna“ sem þurfti „að tutla yfir par“, og þá staðreynd að þeir hafi ekki ráðið verðinu „á svona degi.“ Verjendur gagnrýndu bæði spilun þessara símtala og svo þau símtöl sem hleruð voru 2010. Einn verjandi sagði saksóknara nota „fyrirsagnaaðferð“ í málatilbúnaði sínum og annar sagði símtölin spiluð fyrir fjölmiðla. Þá héldu verjendur því fram að sönnunargildi hleruðu símtalanna væri ekkert.Björn Þorvaldsson, saksóknari, hér lengst til hægri, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.vísir/gvaFangar fyrir dómi Þrír af þeim sem ákærðir eru í málinu afplána nú fangelsisdóma vegna Al Thani-viðskiptanna, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Það gerist reglulega að fangar séu sakborningar í útistandandi málum en það sem var fordæmalaust í Kaupþingsréttarhöldunum var lengd þeirra. Hreiðar og Sigurður fóru fram á það við fangelsismálayfirvöld að þeim yrði gert kleift að vera viðstaddir aðalmeðferðina og fengu akstur og fylgd hvern dag frá Kvíabryggju í héraðsdóm. Ekki var orðið við þeirri beiðni og bar fangelsismálastjóri, Páll Winkel, fyrir sig skorti á mannskap og tækjum. Hreiðari og Sigurði bauðst hins vegar að vera vistaðir í fangaklefum á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu en hvorugur þeirra treysti sér í það. Gestur Jónsson, verjandi Sigurður, sakaði fangelsismálayfirvöld um mannréttindabrot þar sem sakborningar ættu skýlausan rétt á því að sitja aðalmeðferð í málum sem höfðuð væru gegn þeim. Fangelsismálastjóri og saksóknari höfnuðu báðir ásökunum um mannréttindabrot. Sagði Páll Winkel meðal annars að fangar gætu ekki borgað fyrir „umframréttindi“ en fram kom við aðalmeðferðina að Hreiðar Már bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra milli Kvíabryggju og Reykjavíkur.Bubbaplötur teknar við húsleit Magnús Guðmundsson gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í ræðu sem hann hélt áður en hann svaraði spurningum saksóknara. Sagði hann meðal annars frá húsleit sem gerð var á heimili hans í Lúxemborg við rannsókn málsins árið 2010. Greindi Magnús frá því að allt hefði verið tekið nema ristavélin. Þá lýsti hann furðu sinni á miklum áhuga rannsakenda á plötum með Bubba Morthens sem voru gerðar upptækar. Um var að ræða tónleikaupptökur með Bubba og danska tónlistarmanninum Poul Kreb.Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta Kauþings ásamt verjanda sínum.vísir/gvaHver sagði hverjum að gera hvað? Starfsmenn eigin viðskipta sem ákærðir eru í málinu, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson og forstöðumaður deildarinnar, Einar Pálmi Sigmundsson, báru allir fyrir dómi um ósjálfstæði eigin viðskipta þegar kom að kaupum á hlutabréfum í Kaupþingi. Sögðust þeir hafa verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna sinna en ljóst þykir að Ingólfur Helgason hafði mikil afskipti af viðskiptum með bréf í bankanum. Hann vildi þó ekki meina fyrir dómi að hann hefði gefið bein fyrirmæli heldur hafi hann rætt við starfsmenn eigin viðskipta og svo hafi ákvarðanir verið teknar í sameiningu. Hreiðar Már og Sigurður voru svo yfirmenn Ingólfs en aðkoma þeirra að hlutabréfakaupunum er nokkuð óljós. Ingólfur sagði þó þetta við aðalmeðferðina: „Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” sagði Ingólfur. Þá sagði hann að Hreiðar og Sigurður hafi vitað allt um hvað eigin viðskipti var að gera, þar á meðal hvaða viðskipti deildin átti með bréf í Kaupþingi. „Planið“ og topparnir Mest lesna frétt Vísis um málið var um það þegar Pétur Kristinn brotnaði niður í dómsal á öðrum degi réttarhaldanna. Hann og Birnir voru starfsmenn „á plani“, eins og Pétur lýsti fyrir dómnum, og höfðu lítil samskipti við toppana sem eru ákærðir með þeim, þá Hreiðar og Sigurð. Ekki urðu samskiptin meiri þegar í dómsal var komið þar sem „planið“ var fjarverandi þegar topparnir komu og gáfu skýrslur fyrir dómi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19
Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15
Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07