Íslenski boltinn

Gunnar Nielsen: Ógnuðum ekki nóg

Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar
Gunnar Nielsen fylgist með úr fjarska.
Gunnar Nielsen fylgist með úr fjarska. vísir/stefán
Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnunnar, átti afbragðs leik þegar Garðabæjarliðið gerði jafntefli við FH í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld.

"Við höfum gert þrjú jafntefli í röð og þurfum að komast aftur á sigurbraut," sagði Gunnar.

"En við höfum ekki tapað í 27 leikjum í röð sem sýnir að hugarfarið í liðinu er gott. Við þurfum að fara að vinna leiki á ný en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða í kvöld."

Stjarnan komst yfir strax á 6. mínútu með marki Ólafs Karls Finsen en í kjölfarið settu FH-ingar heimamenn undir mikla pressu. Gunnari fannst Stjörnumenn standast pressuna ágætlega.

"Þeir voru mikið með boltann en sköpuðu ekki mikið af opnum færum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við ætluðum að vera þéttir fyrir. Þetta var ágætt hjá okkur en við þurfum að passa betur upp á boltann í skyndisóknunum og vera hættulegri.

"Við nýttum skyndisóknirnar ekki nógu vel. Við ætluðum að ógna í hröðum upphlaupum og ef við hefðum gert það betur hefðu þeir ekki sótt á jafnmörgum mönnum og raun bar vitni," sagði Gunnar sem átti flottan leik og varði fjórum sinnum vel frá FH-ingum.

"Ég spilaði ágætlega en var pirraður með spyrnurnar mínar. Þær voru ekki nógu góðar.

"Mitt starf felst í því að hjálpa liðinu þegar ég get og verja skot og sem betur fer tókst það í kvöld," sagði Gunnar að lokum.


Tengdar fréttir

Dagurinn hans Doumbia

Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×