Geir kallar eftir breytingum innan FIFA: Þetta er óþolandi staða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 13:58 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Vísir/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fundaði í dag með öðrum þjóðum innan UEFA, og niðurstaða fundarins var að öll aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. „Fulltrúar allra knattspyrnulanda Evrópu hittust í dag og við vorum sammála um það að styðja tillögu formannsins Michel Platini um að styðja prins Ali á morgun," sagði Geir Þorsteinsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á íþróttadeild 365. „Platini átti samtal við Blatter í morgun og hvatti hann til að stíga til hliðar en hann féllst ekki á það. Það kom því tillaga frá forseta UEFA um að við myndum öll standa saman og styðja prins Ali," sagði Geir. Knattspyrnusamband Evrópu vildi fresta forsetakosningum FIFA en önnur álfusambönd innan FIFA voru á öðru máli. „Blatter hefur haft mjög mikið fylgi í öðrum heimsálfum en Evrópu en eftir atburði gærdagsins þá verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun," sagði Geir. Hvernig er andrúmsloftið út í Zürich í Sviss þessa stundina? „Það var mjög erfitt í gær og er erfitt. Því er ekki að leyna. Þetta er orðin mjög alvarleg staða og það er ekkert hægt að segja annað," sagði Geir. Það hefur orðrómur um spillingu í valdatíð Sepp Blatter í mörg ár og þetta kom mönnum væntanlega ekki mikið á óvart? „Það var vitað að þetta mál væri í gangi hjá FBI. Svo gerðist þetta í gær og niðurstaðan er afdráttarlaus virðist vera. Málið er mjög alvarlegt," sagði Geir en hver er tilfinning formanns KSÍ fyrir kosningunni á morgun? „Ég vona að við náum að gera nauðsynlegar breytingar. Það þarf að breyta til innan FIFA. það er alveg augljóst. þetta er óþolandi staða sem við erum í," sagði Geir. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. 28. maí 2015 13:40 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fundaði í dag með öðrum þjóðum innan UEFA, og niðurstaða fundarins var að öll aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. „Fulltrúar allra knattspyrnulanda Evrópu hittust í dag og við vorum sammála um það að styðja tillögu formannsins Michel Platini um að styðja prins Ali á morgun," sagði Geir Þorsteinsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á íþróttadeild 365. „Platini átti samtal við Blatter í morgun og hvatti hann til að stíga til hliðar en hann féllst ekki á það. Það kom því tillaga frá forseta UEFA um að við myndum öll standa saman og styðja prins Ali," sagði Geir. Knattspyrnusamband Evrópu vildi fresta forsetakosningum FIFA en önnur álfusambönd innan FIFA voru á öðru máli. „Blatter hefur haft mjög mikið fylgi í öðrum heimsálfum en Evrópu en eftir atburði gærdagsins þá verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun," sagði Geir. Hvernig er andrúmsloftið út í Zürich í Sviss þessa stundina? „Það var mjög erfitt í gær og er erfitt. Því er ekki að leyna. Þetta er orðin mjög alvarleg staða og það er ekkert hægt að segja annað," sagði Geir. Það hefur orðrómur um spillingu í valdatíð Sepp Blatter í mörg ár og þetta kom mönnum væntanlega ekki mikið á óvart? „Það var vitað að þetta mál væri í gangi hjá FBI. Svo gerðist þetta í gær og niðurstaðan er afdráttarlaus virðist vera. Málið er mjög alvarlegt," sagði Geir en hver er tilfinning formanns KSÍ fyrir kosningunni á morgun? „Ég vona að við náum að gera nauðsynlegar breytingar. Það þarf að breyta til innan FIFA. það er alveg augljóst. þetta er óþolandi staða sem við erum í," sagði Geir.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. 28. maí 2015 13:40 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00
Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13
Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00
Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32
Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52
Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. 28. maí 2015 13:40