Breytti framburði um komu Ingólfs að hlutabréfakaupum Mata í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2015 16:30 Ingólfur Helgason fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
„This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56
Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01
Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49