Breytti framburði um komu Ingólfs að hlutabréfakaupum Mata í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2015 16:30 Ingólfur Helgason fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna.Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum.„Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56 Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01 Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
„This is not Stig Tommy Persson, this is Ásgeir Thoroddsen“ Það getur verið vandkvæðum bundið að taka símaskýrslur af vitnum í dómsmáli eins og kom í ljós við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 13. maí 2015 13:56
Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. maí 2015 11:01
Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson einu nöfnin sem Egill heyrði Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðsstjóri hjá Kaupþingi í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils Ágústssonar, eiganda eignarhaldsfélagsins Desulo, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. 13. maí 2015 13:49