Innlent

Skæruverkföll flýttu ekki fyrir lausn kjaradeilu

Þóra KRistín ásgeirsdóttir skrifar
Sigmundur Ófeigsson fagnar því að fyrirhuguðu verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hafi verið frestað og segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir landsbyggðina.
Sigmundur Ófeigsson fagnar því að fyrirhuguðu verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hafi verið frestað og segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir landsbyggðina.
Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að skæruverkföll á landsbyggðinni hafi ekki flýtt fyrir lausn kjaradeilu SA og Starfsgreinasambandsins. Hann fagnar því að fyrirhuguðu verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hafi verið frestað og segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir landsbyggðina. Verkfallið hafi dregið úr samkeppnishæfni hennar án þess að hafa áhrif á samningsgerðina sjálfa

Starfsgreinasambandið frestaði óvænt öllum verkfallsaðgerðum í dag en ótímabundið verkfall þeirra hefst ekki fyrr en 6. Júní, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Formaður þess segir að verið sé að gefa atvinnurekendum andrými til að semja en verkfall hafi alvarlegar afleiðingar. Samtökum atvinnulífsins gefist hér með tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en verkföll lama landið og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði.

Verkfall Starfsgreinasambandsins skellur því á samhliða verkfalli Verslunarmanna, VR og Flóabandalagsins hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Björn Snæbjörnsson segir að vissulega geti orðið mikill slagkraftur í verkfalli sem nái til 80.000 launamanna. Það hafi þó ekki haft úrslitaáhrif þegar ákveðið var að fresta aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×