Formúla 1

Moss: Rosberg vinnur Hamilton aldrei

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg getur ekki unnið Hamilton samkvæmt Sir Stirling Moss.
Rosberg getur ekki unnið Hamilton samkvæmt Sir Stirling Moss. Vísir/Getty
Formúlu 1 goðsögnin Stirling Moss segir að Nico Rosberg eigi ekki möguleika á að vinna Lewis Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitil á meðan þeir eru í sama liði.

Moss er fullviss um að Hamilton tryggji sér sinn þriðja titil í ár og bendir á 27 stiga forskot hans eftir fjórar keppnir.

Moss segir það ekki boða gott fyrir Rosberg sem hefur aðeins einu sinni haft betur í baráttunni síðan í belgíska kappakstrinum í fyrra.

„Ég held hann (Hamilton) muni vinna í ár. Hann er með réttu vélina. Þú verður að hafa Mercedes vél til að vinna. Hann er með hana og hann hefur hæfileikana. Hann er afar reynslumikill. Hann er búinn að vera í Formúlu 1 í langan tíma. Ég held að Rosberg vinni hann aldrei,“ sagði hinn goðsagnakenndi Stirling Moss.

Hamilton gæti orðið heimsmeistari í þriðja sinn í ár. Moss telur að það myndi skapa honum stöðu meðal hinna allra bestu í sögunni.

„Ef hann nær í titilinn í ár þá verður hann á sama þrepi og Jim Clark þótt það sé auðvitað erfitt að bera ökumenn saman við einhvern sem var á allt öðrum sögulegum tíma,“ sagði Moss að lokum.

Jim Clark varð tvisvar heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, árin 1963 og 1965. Hann var einna helst þekktur fyrir fjölbreytta hæfileika. Hann keppti í fjölmörgum tegundum kappaksturs, þar á meðal: Sólarhringskappakstrinum í Le Mans, Nascar, Indy Car, BTTC, Rallý og American 500. 


Tengdar fréttir

Hamilton á ráspól í fjórða skiptið

Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili.

Bílskúrinn: Barátta í Barein

Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel.

Hamilton fyrstur í mark í Barein

Lewis Hamilton á Mercedes vann Formúlu 1 keppnina í Barein í dag. Hamilton vann sína þriðju keppni á tímabilinu. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Nico Rosberg á Mercedes þriðji.

Eyðsluþak með snúning

Fyrrum forseti FIA, Max Mosley hefur lengi verið talsmaður einhverskonar eyðsluþaks í Formúlu 1. Hann hefur nú komið fram með nýja hugmynd um útfærslu á slíku.

Fimm vélar í stað fjögurra

Breytingar á reglugerðum í Formúlu 1 eru væntanlega sem heimila ökumanni að nota fimm vélar á tímabilinu.

Lauda: Þetta mun allt velta á ræsingunni á morgun

Lewis Hamilton er með ráspól á morgun eftir tímatökuna í dag. Niki Lauda telur að ræsingin geti skipt öllu fyrir framvindu keppninnar á morgun. Keppnin verður gríðarlega spennandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×