Íslenski boltinn

Andri Rafn framlengir við Breiðablik | Erlend lið fylgjast með gangi mála

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri tæklar hér Ingimund Níels Óskarsson.
Andri tæklar hér Ingimund Níels Óskarsson. vísir/daníel
Andri Rafn Yeoman, knattspyrnumaður í Breiðabliki, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kópavogsfélagið, en þetta var tilkynnt á stuðningsmannavef Breiðabliks í kvöld.

Andri Rafn er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið allan sinn ferli í Breiðablik. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2009 og samtals hefur hann spilað 175 leiki og skorað átta mörk.

„Hann er geysilega vinnusamur miðjumaður og flestir knattspyrnuspekingar telja að Andri Rafn eigi enn eftir að geta bætt sig mikið sem leikmaður. Það eru því mjög góð tíðindi fyrir Blika að við fáum að njóta krafta hans næstu tímabil,” segir á heimasíðunni.

„Þó er vitað ýmis erlend lið hafa verið að fylgjast með honum og hver veit nema að hann verði næsti atvinnumaður okkar Blika.”

Pepsi-deildin hefst um helgina, en leik Fylkis og Breiðabliks var frestað fram til fimmtudags vegna slæms vallarástands í Árbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×