Formúla 1

Nico Rosberg á ráspól í Barselóna

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg var töluvert betri en Lewis Hamilton í dag og átti ráspól skilið.
Nico Rosberg var töluvert betri en Lewis Hamilton í dag og átti ráspól skilið. Vísir/Getty
Nico Rosberg náði ráspól í Barselóna, liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.

Tímatakan í Barselóna er ein sú mikilvægasta á tímabilinu. Í 22 af 24 keppnum sem farið hafa fram á brautinni hefur ökumaður af fremstu rásröð komið fyrstur í mark og þar af 18 frá ráspól.

Manor og Force India ökumennirnir duttu út í fyrstu lotu tímatökunnar, ásamt Marcus Ericsson á Sauber.

Hitinn á brautinni var meiri en hann hafði verið og gripið virtist minnka og margir ökumenn gerðu smávægileg mistök í upphafi.

McLaren kom báðum sínum bílum í aðra lotu tímatökunnar í fyrsta skipti á tímabilinu.

Mercedes og Ferrari sendu báða sína bíla einungis einu sinni út í annarri lotu, ásamt Valtteri Bottas á Williams sem töldu sig örugga áfram.

Lotus, McLaren og Felipe Nasr á Sauber duttu út í annarri lotu. McLaren hafði gert sér vonir um að komast í síðustu lotuna. Liðið virðist samt hafa náð framförum og gæti hugsanlega náð í stig á morgun.

Kimi Raikkonen átti ekki góðan dag í dag og ræsir sjöundi á morgun.Vísir/Getty
Toro Rosso komst í fyrsta skipti í þriðju lotuna í tímatökunni í Barselóna.

Einungis sex ökumenn af tíu fóru reyndu oftar en einu sinni í þriðju lotunni. Ökumenn vildu greinilega spara dekkin og treysta á að einn fljúgandi hringur dugi þeim.

Baráttan um ráspól var afar spennandi. Eftir fyrstu tilraunir í þriðju lotu var Rosberg rúmum fjórðung úr sekúndu á undan Hamilton. Hamilton átti ekki svar í seinni tilrauninni og Rosberg því á ráspól.

Bein útsending frá keppninni á morgun, sem verður spennandi barátta á milli Mercedes manna, hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.

Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með úrslitum allra æfinga og tímatökunnar.


Tengdar fréttir

Moss: Rosberg vinnur Hamilton aldrei

Formúlu 1 goðsögnin Stirling Moss segir að Nico Rosberg eigi ekki möguleika á að vinna Lewis Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitil á meðan þeir eru í sama liði.

Nýtt útlit hjá McLaren

McLaren liðið hefur birt myndir af nýju útliti Formúlu 1 bíl sínum. Liðið vonar að nýja útlitið veiti því meðbyrinn sem það vantar.

Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum

Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Spáni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar. Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni en Sebastian Vettel á Ferrari varð þá annar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×