Innlent

Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingólfur Axelsson er á heimleið.
Ingólfur Axelsson er á heimleið. vísir/afp
„Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson, í færslu sinni á Facebook en hann var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð.

Tala látinna er nú komin yfir fimm þúsund manns og yfir tíu þúsund manns eru særðir.

Sjá einnig: Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“

„Ferð minni er nú lokið og allur minn búnaður er horfinn. Vilborg fann einn skó sem ég átti nokkur hundruð metrum í burtu frá því þar sem tjaldið mitt var í grunnbúðunum. Erfiðasta er að hugsa til þess að ef við hefðum verið í grunnbúðunum, hefðum við einnig farist,“ segir Ingólfur og minnist félaga sinna Kumar, Tenzing og Pasang Temba sem fórust á laugardaginn.

Ingólfur segist þurfa meiri tíma til að lýsa atburðarrásinni þegar jarðskjálftinn skall á.

„Það verður erfitt að koma til Kathmandu og sjá aðstæður þar.“

Skjáskot af færslu Ingólfs.

Tengdar fréttir

Þrír úr hópi Ingólfs fórust

Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×