Það er sárt að fá „sting í hjartað“ Ragna Ragnarsdóttir og Embla Rún Hakadóttir skrifar 13. apríl 2015 09:44 Á hjúkrunarheimilum um land allt er víða unnið gott starf með eldra fólki. Þessi grein er hins vegar ekki um það. Þessi grein er um þau fjölmörgu hjúkrunarheimili sem enn hafa ekki stigið skref í framfaraátt og gengist við þeim vanda sem fylgir sjúkdómsvæðingu og stofnanamenningu. Það eru engar ýkjur að framkoma í garð eldra fólks á mörgum hjúkrunarheimilum er ómannúðleg. Það er væntanlega ekki vilji þeirra sem stjórna slíkum stöðum en engu að síður staðreynd sem undirritaðar hafa fengið sýn á, bæði sem aðstandendur og starfsfólk á hjúkrunarheimilum. Engum dylst að illa er búið að mörgu eldra fólki í samfélagi okkar og aðbúnaður þeirra okkur öllum til skammar. Það er merkilegt að við sem samfélag samþykkjum slíkt ástand því ellin bíður okkar flestra. Það eiga að vera forréttindi að eldast. Að baki slæmum aðbúnaði eldra fólks í samfélaginu býr ákveðin hugmyndafræði sköpuð af mönnunum. Ellin er sjúkdómsvædd þar sem komið er fram við eldra fólk sem sjúklinga og ekki litið á ellina sem eðlilegt æviskeið. Lyfjagjöf er oft óhófleg og forræðishyggjan slík að ekki er talið æskilegt að eldra fólk borði salt, reykt kjöt og heitan mat, þar sem hann er oft borinn fram kaldur á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimiliskúrinn á kannski eftir að verða einn af tískukúrum samfélagsins, hver veit? Samhliða því að hafa sjúkdómsvætt ellina höfum við stofnanavætt hana líka. Í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 er kveðið á um að öldruðum „sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf“. Slíkt orðalag endurspeglar gamaldags hugmyndafræði sem tímabært er orðið að breytist. Þessar stofnanir reynast oft vera heimili fólks svo árum skiptir. Það er svo efni í aðra grein hvort hjúkrunarheimili séu yfirhöfuð það form búsetu sem við viljum bjóða eldra fólki og þróa frekar. Langt er síðan sambærilegar stofnanir fyrir fatlað fólk þóttu ekki mönnum bjóðandi og lagt var í að leggja niður. Í dag myndi engum detta í hug að láta fatlað fólk búa á stofnunum á stærð við hjúkrunarheimili þar sem fólk borðar saman í stórum sölum og fer í bað einu sinni í viku. Stofnanamenning, sem er ríkjandi á mörgum hjúkrunarheimilum, skerðir lífsgæði og stefnir heilsu fólks í voða. Stofnanamenning verður þess valdandi að vinnustaðurinn yfirgnæfir heimilið og kemur í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu. Líta verður á hjúkrunarheimili fyrst og fremst sem heimili fólks. Ekki er eðlilegt að þau einkennist af dagskipulagi sem hentar stofnuninni og stjórnendum. Þjónusta við eldra fólk má ekki vera færibandavinna þar sem mannlegi þátturinn gleymist. Það er verið að þjónusta fólk. Klisjurnar sem ráðamenn og stjórnendur fela sig á bak við, meðvitað eða ómeðvitað, eru margar og mismunandi. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar notaðar sem réttlæting fyrir því að hlutirnir eigi að vinnast eins og þeir hafa ávallt verið unnir. Ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er gífurleg og störf þeirra lita alla starfsemi. Margt er vel gert, líkt og stjórnendur og ráðamenn eru duglegir að benda á. Hins vegar er sorglegt að slíkar klisjur séu notaðar til að afsaka lélega þjónustu og sópa skítnum þannig undir teppið. Þetta er skrípaleikur og ef blótsyrði myndu breyta einhverju þá væri ragnað mikið hér. Ekki er endalaust hægt að tuða um þetta ástand og ekki endalaust hægt að afsaka lélega og ómannúðlega þjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu. Hins vegar er ljóst að mannekla á hjúkrunarheimilum kemur í veg fyrir að starfsfólk geti veitt einstaklingsmiðaða þjónustu. Umhverfi stofnana býður auk þess ekki upp á það. Eldra fólki sem enn býr við slæmar aðstæður á hjúkrunarheimilum dugir ekki að þjónustan sé góð á öðrum slíkum stofnunum. Það er ekki nóg að sumir hafi það gott. Vert er að taka fram að nýtískulegar byggingar og nýleg steypa endurspegla ekki alltaf gæði þjónustu. Er yfirhöfuð hægt að mæla gæði þjónustu innan úrelts kerfis? Til þess að árangur náist þarf að umbylta allri hugsun í þjónustu við eldra fólk. Það þarf að ráðast gegn stofnanavæðingu og sjúkdómsvæðingu ellinnar. Hjúkrunarheimili eru úr sér gengin úrræði þótt samfélagið sé ekki komið á þann stað að viðurkenna slíkt. Það stefnir allt í að nútími okkar verði aðhlátursefni framtíðarinnar. Þá verður litið til baka með skömm yfir því hvernig komið var fram við það fólk sem hefur byggt upp samfélag okkar. Það á að vera eðlileg krafa að eldra fólk geti fengið alla þá þjónustu sem það þarf inn á heimili sín og leitað réttar síns þegar á þeim er brotið. Nýlega var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns aldraðra. Slíkt er löngu orðið tímabært og ætti að vera forgangsmál. Umboðsmaður aldraðra væri þó einungis lítið skref í átt að bættum lífsgæðum eldra fólks. Ástandið er slæmt og það verður að bæta. Það lagast ekki þó að við viðurkennum vandann og börmum okkur yfir honum. Það er ekki nóg að fá „sting í hjartað“.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 10. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Á hjúkrunarheimilum um land allt er víða unnið gott starf með eldra fólki. Þessi grein er hins vegar ekki um það. Þessi grein er um þau fjölmörgu hjúkrunarheimili sem enn hafa ekki stigið skref í framfaraátt og gengist við þeim vanda sem fylgir sjúkdómsvæðingu og stofnanamenningu. Það eru engar ýkjur að framkoma í garð eldra fólks á mörgum hjúkrunarheimilum er ómannúðleg. Það er væntanlega ekki vilji þeirra sem stjórna slíkum stöðum en engu að síður staðreynd sem undirritaðar hafa fengið sýn á, bæði sem aðstandendur og starfsfólk á hjúkrunarheimilum. Engum dylst að illa er búið að mörgu eldra fólki í samfélagi okkar og aðbúnaður þeirra okkur öllum til skammar. Það er merkilegt að við sem samfélag samþykkjum slíkt ástand því ellin bíður okkar flestra. Það eiga að vera forréttindi að eldast. Að baki slæmum aðbúnaði eldra fólks í samfélaginu býr ákveðin hugmyndafræði sköpuð af mönnunum. Ellin er sjúkdómsvædd þar sem komið er fram við eldra fólk sem sjúklinga og ekki litið á ellina sem eðlilegt æviskeið. Lyfjagjöf er oft óhófleg og forræðishyggjan slík að ekki er talið æskilegt að eldra fólk borði salt, reykt kjöt og heitan mat, þar sem hann er oft borinn fram kaldur á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimiliskúrinn á kannski eftir að verða einn af tískukúrum samfélagsins, hver veit? Samhliða því að hafa sjúkdómsvætt ellina höfum við stofnanavætt hana líka. Í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 er kveðið á um að öldruðum „sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf“. Slíkt orðalag endurspeglar gamaldags hugmyndafræði sem tímabært er orðið að breytist. Þessar stofnanir reynast oft vera heimili fólks svo árum skiptir. Það er svo efni í aðra grein hvort hjúkrunarheimili séu yfirhöfuð það form búsetu sem við viljum bjóða eldra fólki og þróa frekar. Langt er síðan sambærilegar stofnanir fyrir fatlað fólk þóttu ekki mönnum bjóðandi og lagt var í að leggja niður. Í dag myndi engum detta í hug að láta fatlað fólk búa á stofnunum á stærð við hjúkrunarheimili þar sem fólk borðar saman í stórum sölum og fer í bað einu sinni í viku. Stofnanamenning, sem er ríkjandi á mörgum hjúkrunarheimilum, skerðir lífsgæði og stefnir heilsu fólks í voða. Stofnanamenning verður þess valdandi að vinnustaðurinn yfirgnæfir heimilið og kemur í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu. Líta verður á hjúkrunarheimili fyrst og fremst sem heimili fólks. Ekki er eðlilegt að þau einkennist af dagskipulagi sem hentar stofnuninni og stjórnendum. Þjónusta við eldra fólk má ekki vera færibandavinna þar sem mannlegi þátturinn gleymist. Það er verið að þjónusta fólk. Klisjurnar sem ráðamenn og stjórnendur fela sig á bak við, meðvitað eða ómeðvitað, eru margar og mismunandi. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar notaðar sem réttlæting fyrir því að hlutirnir eigi að vinnast eins og þeir hafa ávallt verið unnir. Ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er gífurleg og störf þeirra lita alla starfsemi. Margt er vel gert, líkt og stjórnendur og ráðamenn eru duglegir að benda á. Hins vegar er sorglegt að slíkar klisjur séu notaðar til að afsaka lélega þjónustu og sópa skítnum þannig undir teppið. Þetta er skrípaleikur og ef blótsyrði myndu breyta einhverju þá væri ragnað mikið hér. Ekki er endalaust hægt að tuða um þetta ástand og ekki endalaust hægt að afsaka lélega og ómannúðlega þjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu. Hins vegar er ljóst að mannekla á hjúkrunarheimilum kemur í veg fyrir að starfsfólk geti veitt einstaklingsmiðaða þjónustu. Umhverfi stofnana býður auk þess ekki upp á það. Eldra fólki sem enn býr við slæmar aðstæður á hjúkrunarheimilum dugir ekki að þjónustan sé góð á öðrum slíkum stofnunum. Það er ekki nóg að sumir hafi það gott. Vert er að taka fram að nýtískulegar byggingar og nýleg steypa endurspegla ekki alltaf gæði þjónustu. Er yfirhöfuð hægt að mæla gæði þjónustu innan úrelts kerfis? Til þess að árangur náist þarf að umbylta allri hugsun í þjónustu við eldra fólk. Það þarf að ráðast gegn stofnanavæðingu og sjúkdómsvæðingu ellinnar. Hjúkrunarheimili eru úr sér gengin úrræði þótt samfélagið sé ekki komið á þann stað að viðurkenna slíkt. Það stefnir allt í að nútími okkar verði aðhlátursefni framtíðarinnar. Þá verður litið til baka með skömm yfir því hvernig komið var fram við það fólk sem hefur byggt upp samfélag okkar. Það á að vera eðlileg krafa að eldra fólk geti fengið alla þá þjónustu sem það þarf inn á heimili sín og leitað réttar síns þegar á þeim er brotið. Nýlega var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns aldraðra. Slíkt er löngu orðið tímabært og ætti að vera forgangsmál. Umboðsmaður aldraðra væri þó einungis lítið skref í átt að bættum lífsgæðum eldra fólks. Ástandið er slæmt og það verður að bæta. Það lagast ekki þó að við viðurkennum vandann og börmum okkur yfir honum. Það er ekki nóg að fá „sting í hjartað“.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands.
Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 10. febrúar 2015 07:00
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun