Formúla 1

Enginn Þýskalandskappakstur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hinn þýski Nico Rosberg vinnur þýska kappaksturinn í fyrra á þýskum bíl.
Hinn þýski Nico Rosberg vinnur þýska kappaksturinn í fyrra á þýskum bíl. Vísir/Getty
Nú hefur kappakstur í Þýskalandi verið formlega þurrkaður út af keppnisdagatali Formúlu 1 í ár.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 1959 sem enginn Formúlu 1 keppni fer fram í Þýskalandi.

Hvorki náðist samkomulag við fyrirsvarsmenn Hockenheim né Nurburgring brautanna. Þrátt fyrir að Mercedes-Benz hafi boðist til að sjá um helming fjárhagslegs taps keppnishaldara þýsks kappaksturs. Enda er um að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir Mercedes liðið sem þýski bílaframleiðandinn fjármagnar.

Keppnirnar í ár verða því 19 en ekki 20 eins og til stóð. Næsta keppni fer fram i Malasíu um næstu helgi.


Tengdar fréttir

Bottas vonandi klár fyrir Malasíu

Valtteri Bottas, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 hlaut bakmeiðsl í tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi.

Hamilton hóf titilvörnina af krafti

Lewis Hamilton á Mercedes vann fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Sebastian Vettel varð þriðji í sinni fyrstu keppni með Ferrari.

Bílskúrinn: Mercedes á móti rest

Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×