Heilsugæslustöðin í Ólafsvík rýmd vegna snjóþunga í Tvísteinahlíð Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2015 15:44 Heilsugæslustöðin í Ólafsvík. Vísir/Aðsend „Þetta var í raun snemmbær lokun á vinnustaðnum,“ segir Harpa Grímsdóttir, hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, um lokun á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Harpa segir lögregluna í Ólafsvík hafa kallað eftir því að heilsugæslustöðinni yrði lokað fyrr en venjulega vegna snjóköggla sem höfðu fallið úr hlíðinni fyrir ofan heilsugæslustöðina. „Það er því ekki formlegt óvissustig eða hættustig í gildi en það verður bara endurskoðað eftir því sem fram líður,“ segir Harpa. Hún segir grindur í hlíðinni eiga að varna því að stór fleki geti fallið og valdið tjóni. „Þessi hús þarna eru varin af þessum varnarvirkjum. Þarna uppi hafði safnast svolítið mikill snjór í dag og þegar hlýnaði byrjuðu að rúlla kögglar úr þessu. Húsið er nálægt hlíðinni og því ekki þægilegt að hafa vinnustaðinn opinn við þannig skilyrði,“ segir Harpa. Hún segir fjölbýlishús fyrir neðan heilsugæslustöðina en varnarvirkin í hlíðinni eiga líka að verja þau. „Grindurnar virka þannig að þær hindra það að stór fleki geti farið af stað í hlíðinni, öfugt við varnargarða sem eiga að stöðva flóð þegar þau eru farin af stað,“ segir Harpa. Í mars árið 1995 féll sjóflóð á heilsugæslustöðina og rýmdu 63 íbúar hús sín í kjölfarið. Flóðið fór inn um glugga heilsugæslustöðvarinnar og varð mikið tjón af því. Árið 1984 féll einnig snjóflóð að heilsugæslustöðinni á meðan hún var í byggingu. Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Þetta var í raun snemmbær lokun á vinnustaðnum,“ segir Harpa Grímsdóttir, hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, um lokun á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Harpa segir lögregluna í Ólafsvík hafa kallað eftir því að heilsugæslustöðinni yrði lokað fyrr en venjulega vegna snjóköggla sem höfðu fallið úr hlíðinni fyrir ofan heilsugæslustöðina. „Það er því ekki formlegt óvissustig eða hættustig í gildi en það verður bara endurskoðað eftir því sem fram líður,“ segir Harpa. Hún segir grindur í hlíðinni eiga að varna því að stór fleki geti fallið og valdið tjóni. „Þessi hús þarna eru varin af þessum varnarvirkjum. Þarna uppi hafði safnast svolítið mikill snjór í dag og þegar hlýnaði byrjuðu að rúlla kögglar úr þessu. Húsið er nálægt hlíðinni og því ekki þægilegt að hafa vinnustaðinn opinn við þannig skilyrði,“ segir Harpa. Hún segir fjölbýlishús fyrir neðan heilsugæslustöðina en varnarvirkin í hlíðinni eiga líka að verja þau. „Grindurnar virka þannig að þær hindra það að stór fleki geti farið af stað í hlíðinni, öfugt við varnargarða sem eiga að stöðva flóð þegar þau eru farin af stað,“ segir Harpa. Í mars árið 1995 féll sjóflóð á heilsugæslustöðina og rýmdu 63 íbúar hús sín í kjölfarið. Flóðið fór inn um glugga heilsugæslustöðvarinnar og varð mikið tjón af því. Árið 1984 féll einnig snjóflóð að heilsugæslustöðinni á meðan hún var í byggingu.
Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira