Nokkur þúsund mótmælendur söfnuðust saman Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:13 Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54
Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28