Tónlist

Ný plata Bang Gang kemur út 19. maí

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tæpur áratugur er liðinn frá síðustu plötu Bang Gang.
Tæpur áratugur er liðinn frá síðustu plötu Bang Gang. mynd/saga sig
Þann 19. maí mun Bang Gang, verkefni Barða Jóhannssonar, gefa út sína fjórðu breiðskífu. Platan hefur hlotið nafnið The Wolves Are Whispering og er fyrsta platan sem kemur út síðan 2008.

Fyrsta smáskífa plötunnar kallast Out The Horizon en hægt er að heyra það hér að neðan auk glænýs remixs Ladytron af laginu. Á plötunni verða valinkunnir gestasöngvarar og má þar nefna Helen Marnie úr Ladytron, Jófríði Ákadóttur úr Pascal Pinon og Samaris auk meðlima Bloodgroup.

Þrátt fyrir að sjö ár séu frá útgáfu síðustu plötu Bang Gang hefur Barði alls ekki setið aðgerðalaus. Hann hefur meðal starfað með helmingi dúettsins Air, Jean-Benoit Dunckel, í verkefni sem þeir kalla Starwalker og að verkefninu Lady and Bird með frönsku söngkonunni Keren Ann. Einnig hefur hann samið tónlist við myndirnar Would You Rather og De Toutes Nos Forces.

Hægt er að forpanta The Wolves Are Whispering með því að smella hér. Þar er einnig boðið upp á alls konar sniðuga hluti meðal annars að eiga Skype-símtal við Barða þar sem engin orð eru sögð og að kaupa vínyls test pressu af plötunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.