Gæti haft áhrif á 10.000 lánasamninga Lýsingar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 20:00 Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára. Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Sjá meira
Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára.
Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Sjá meira