Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 14:27 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. Vísir Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“ Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Sjá meira
Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent