Fótbolti

Stefán hættir vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán í leik með Breiðabliki síðastliðið sumar.
Stefán í leik með Breiðabliki síðastliðið sumar. Vísir/Stefán
Stefán Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 34 ára gamall. Þetta tilkynnti félag hans, Breiðablik, í dag.

„Þrálát meiðsli hafa því miður sett strik í reikninginn sem hefur orðið til þess að hann tekur þessa ákvörðun núna,“ sagði í yfirlýsingunni.

Stefán mun áfram sinna þjálfunarstörfum fyrir Breiðablik en hann hefur verið í þjálfarateymi 2. flokks karla.

Hann skoraði eitt mark í þrettán leikjum með Breiðabliki síðastliðið tímabil sem var hans fyrsta hér á landi eftir að hann sneri til baka úr atvinnmennsku. Stefán fór ungur til Arsenal en var lánaður í KR sumarið 1998. Eftir það lék hann í Noregi, Austurríki, Danmörku og Belgíu ef frá eru talin tvö tímabil í Keflavík frá 2003 til 2004.

Stefán lék einnig 32 A-landsleiki á ferlinum, síðast árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×