Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Sepp Blatter vill ekki sjá rasisma í fótboltanum. vísir/getty Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015 FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015
FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30
Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45