Ökumaðurinn segir Ólöfu hafa verið eina í hálftíma Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 12:29 Ólöf Þorbjörg. „Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
„Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43