Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 15:04 Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. Vísir/Vilhelm/Anton Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan. Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan.
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira