Formúla 1

Rekstur Formúlu 1 liðs Mercedes Benz kostaði 38 milljarða í fyrra

Finnur Thorlacius skrifar
Forstjóri Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og Lewis Hamilton á góðri stundu.
Forstjóri Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og Lewis Hamilton á góðri stundu. Autoblog
Það er alls ekki ódýrt að halda úti rekstri Formúlu 1 liðs og það hefur Mercedes Benz fengið að reyna á undanförnum árum. Í fyrra kostaði það 250 milljón evrur, eða tæplega 38 milljarða króna.

Fyrsta árið sem Mercedes Benz liðið keppti í Formúlu 1 undir eigin merkjum kostaði fyrirtækið 23 milljarða króna og verðmiðinn fyrir árið 2012 hljóðaði uppá 30 milljarða. Enn var bætt í árið 2013 og þá eyddi Mercedes Benz svipaðri upphæð og í fyrra, eða um 38 milljörðum króna.

Þar sem árangur Mercedes Benz var frábær í fyrra, þar sem liðið vann bæði keppni framleiðenda og ökumanna, komu miklar tekjur til baka sem sigurlaun og í formi auglýsingasamninga. Því kostaði síðast ár í raun um 15 milljarða króna og það finnst Mercedes ásættanlegt þar sem árangur liðsins er ein stór rós í hnappagat Mercedes.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×