Sport

Saga Super Bowl á fjórum mínútum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr fyrsta leiknum um Ofurskálina 1967.
Úr fyrsta leiknum um Ofurskálina 1967. vísir/getty
Á morgun mætast Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar. Leikurinn fer fram á University of Phoenix-vellinum í Arizona en hann er sá 49. í röðinni.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála.

Fyrsti leikurinn um Ofurskálina fór fram í Los Angeles árið 1967 þegar Green Bay Packers og Kansas City Chiefs mættust. Packers hafði betur í þeim leik, 35-10.

Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir alla 48 úrslitaleikina á rúmum fjórum mínútum en þar má sjá eftirminnileg atvik úr öllum leikjunum í tímaröð.

NFL

Tengdar fréttir

Brady er ruslakjaftur

Hinn málglaði varnarmaður Seattle Seahawks, Richard Sherman, er byrjaður að tendra bálið fyrir Super Bowl.

Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl

New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína.

Kraftaverkaendurkoman í Seattle í nótt | Myndband

Seattle Seahawks sýndi í nótt úr hverju meistarar eru gerðir þegar þeir komu til baka á ótrúlegan hátt í leik sínum við Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×