Síðasta atvinnuflugmannslendingin Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:00 Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær. Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær.
Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira