Ekki allir sem fá annan séns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2014 06:00 Bjarni Guðjónsson er nýr þjálfari KR-liðsins. Hér er hann með Kristni Kjærnested og Guðmundi Benediktssyni. Fréttablaðið/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem þjálfarar fá strax tækifæri í úrvalsdeildinni nokkrum vikum eftir að þeir féllu með lið sitt úr deildinni og Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari KR-inga, bættist því í fámennan hóp þegar hann skrifaði undir samninginn í Frostaskjóli á þriðjudaginn. Aðeins átta prósent þjálfara sem hafa fallið með lið sitt hafa fengið starf í efstu deild fyrir næsta tímabil, eða bara 5 af 63. Að auki bætast við tuttugu aðrir þjálfarar sem hættu með lið á fallsumri og fengu ekki lið í efstu deild árið eftir. Það er því afar sjaldgæft að þjálfarar fái slíkt tækifæri eftir vonbrigðin sumarið á undan, hvað þá að fá eitt allra eftirsóttasta þjálfarastarfið í íslenska boltanum eins og Bjarni. KR-ingar hafa mikla trú á sínum gamla fyrirliða og láta frumraunina með Fram ekki trufla sig. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það. Við horfum bara á okkur. Við erum KR – ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Vísi. „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú,“ bætti Kristinn við. Það hefur gengið vel hjá þremur af fjórum „fall“-þjálfurum sem hafa fengið strax aftur tækifæri í úrvalsdeildinni. Undir stjórn tveggja þeirra hækkaði liðið sig í töflunni á milli ára og hjá einum hélt liðið sama sæti í efri hlutanum. Ekkert gekk hins vegar upp hjá þeim fjórða sem bæði þurfti að taka pokann sinn og horfa á eftir liði falla annað árið í röð. Hörður Hilmarsson og Logi Ólafsson eru þeir „fall“-þjálfarar sem komust næst titli ári eftir að hafa farið með lið niður um deild. Hörður féll með Blikana haustið 1992 eftir að hafa tekið við liðinu fyrir 9. umferð en tók síðan við liði FH sem hoppaði upp um fjögur sæti og endaði í öðru sæti á eftir sterku Skagaliði sumarið 1993. Logi fór niður með Selfoss sumarið 2012 en tók við Stjörnumönnum nokkrum vikum eftir mótið. Stjarnan hækkaði sig um tvö sæti í töflunni (úr 5. sæti í 3. sæti) og fór í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þorlákur Árnason féll með Valsliðið sumarið 2003 en fékk strax starf hjá Fylki sem undir hans stjórn endaði í fjórða sæti annað sumarið í röð. Andri Marteinsson sker sig úr í hópnum en hann féll með Haukana sumarið 2010 og var í næstneðsta sætinu og nýbúinn að tapa fyrir neðsta liðinu í deildinni þegar hann var rekinn um mitt mót. Víkingsliðinu tókst ekki að bjarga sæti sínu og Andri átti því þátt í að lið féllu úr deildinni tvö sumur í röð. Ólafur H. Kristjánsson fær síðan aukaaðild að klúbbnum því hann tók við A-deildarliði um mitt næsta sumar. Ólafur fór niður með Fram haustið 2005 en tók síðan við liði Breiðabliks í byrjun júlí þegar Bjarni Jóhannsson sagði upp. Ólafur fór með Blikana upp um fjögur sæti á síðustu níu umferðunum og átti síðan efir að þjálfa Kópavogsliðið út maí 2014 þegar hann tók við danska liðinu Nordsjælland. Á þeim tíma unnu Blikar sína fyrstu og einu stóru titla í karlaflokki. Það er orðið meira en hálf öld síðan sami maður náði því að vinna Íslandsbikarinn bæði sem fyrirliði og þjálfari hjá KR. Hvort Bjarni nái að endurtaka afrek Óla B. Jónssonar frá fimmta og sjötta áratugnum kemur ekki í ljós fyrr en síðar. ooj@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni tekur við KR ef Rúnar hættir - byrjaður að ræða við leikmenn Fyrrverandi fyrirliði Vesturbæjarliðsins er næstur í röðinni ef Rúnar Kristinsson fær starfið hjá Lilleström. 23. október 2014 13:12 Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni hættur hjá Fram Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins. 17. október 2014 16:51 Bjarni kynntur hjá KR á morgun - Gummi Ben aðstoðarþjálfari Fyrrverandi leikmenn KR gerast þjálfarar bikarmeistaranna. 27. október 2014 16:15 Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13 Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem þjálfarar fá strax tækifæri í úrvalsdeildinni nokkrum vikum eftir að þeir féllu með lið sitt úr deildinni og Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari KR-inga, bættist því í fámennan hóp þegar hann skrifaði undir samninginn í Frostaskjóli á þriðjudaginn. Aðeins átta prósent þjálfara sem hafa fallið með lið sitt hafa fengið starf í efstu deild fyrir næsta tímabil, eða bara 5 af 63. Að auki bætast við tuttugu aðrir þjálfarar sem hættu með lið á fallsumri og fengu ekki lið í efstu deild árið eftir. Það er því afar sjaldgæft að þjálfarar fái slíkt tækifæri eftir vonbrigðin sumarið á undan, hvað þá að fá eitt allra eftirsóttasta þjálfarastarfið í íslenska boltanum eins og Bjarni. KR-ingar hafa mikla trú á sínum gamla fyrirliða og láta frumraunina með Fram ekki trufla sig. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það. Við horfum bara á okkur. Við erum KR – ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Vísi. „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú,“ bætti Kristinn við. Það hefur gengið vel hjá þremur af fjórum „fall“-þjálfurum sem hafa fengið strax aftur tækifæri í úrvalsdeildinni. Undir stjórn tveggja þeirra hækkaði liðið sig í töflunni á milli ára og hjá einum hélt liðið sama sæti í efri hlutanum. Ekkert gekk hins vegar upp hjá þeim fjórða sem bæði þurfti að taka pokann sinn og horfa á eftir liði falla annað árið í röð. Hörður Hilmarsson og Logi Ólafsson eru þeir „fall“-þjálfarar sem komust næst titli ári eftir að hafa farið með lið niður um deild. Hörður féll með Blikana haustið 1992 eftir að hafa tekið við liðinu fyrir 9. umferð en tók síðan við liði FH sem hoppaði upp um fjögur sæti og endaði í öðru sæti á eftir sterku Skagaliði sumarið 1993. Logi fór niður með Selfoss sumarið 2012 en tók við Stjörnumönnum nokkrum vikum eftir mótið. Stjarnan hækkaði sig um tvö sæti í töflunni (úr 5. sæti í 3. sæti) og fór í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þorlákur Árnason féll með Valsliðið sumarið 2003 en fékk strax starf hjá Fylki sem undir hans stjórn endaði í fjórða sæti annað sumarið í röð. Andri Marteinsson sker sig úr í hópnum en hann féll með Haukana sumarið 2010 og var í næstneðsta sætinu og nýbúinn að tapa fyrir neðsta liðinu í deildinni þegar hann var rekinn um mitt mót. Víkingsliðinu tókst ekki að bjarga sæti sínu og Andri átti því þátt í að lið féllu úr deildinni tvö sumur í röð. Ólafur H. Kristjánsson fær síðan aukaaðild að klúbbnum því hann tók við A-deildarliði um mitt næsta sumar. Ólafur fór niður með Fram haustið 2005 en tók síðan við liði Breiðabliks í byrjun júlí þegar Bjarni Jóhannsson sagði upp. Ólafur fór með Blikana upp um fjögur sæti á síðustu níu umferðunum og átti síðan efir að þjálfa Kópavogsliðið út maí 2014 þegar hann tók við danska liðinu Nordsjælland. Á þeim tíma unnu Blikar sína fyrstu og einu stóru titla í karlaflokki. Það er orðið meira en hálf öld síðan sami maður náði því að vinna Íslandsbikarinn bæði sem fyrirliði og þjálfari hjá KR. Hvort Bjarni nái að endurtaka afrek Óla B. Jónssonar frá fimmta og sjötta áratugnum kemur ekki í ljós fyrr en síðar. ooj@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni tekur við KR ef Rúnar hættir - byrjaður að ræða við leikmenn Fyrrverandi fyrirliði Vesturbæjarliðsins er næstur í röðinni ef Rúnar Kristinsson fær starfið hjá Lilleström. 23. október 2014 13:12 Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni hættur hjá Fram Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins. 17. október 2014 16:51 Bjarni kynntur hjá KR á morgun - Gummi Ben aðstoðarþjálfari Fyrrverandi leikmenn KR gerast þjálfarar bikarmeistaranna. 27. október 2014 16:15 Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13 Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Bjarni tekur við KR ef Rúnar hættir - byrjaður að ræða við leikmenn Fyrrverandi fyrirliði Vesturbæjarliðsins er næstur í röðinni ef Rúnar Kristinsson fær starfið hjá Lilleström. 23. október 2014 13:12
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15
Bjarni hættur hjá Fram Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins. 17. október 2014 16:51
Bjarni kynntur hjá KR á morgun - Gummi Ben aðstoðarþjálfari Fyrrverandi leikmenn KR gerast þjálfarar bikarmeistaranna. 27. október 2014 16:15
Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13
Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00
Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17