Verða væntanlega með 40 þúsund öskrandi áhorfendur með sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2014 07:00 Ingvar Jónsson, í miðju, fagnar sigri á Motherwell ásamt félögum sínum í Stjörnuliðinu. Vísir/Daníel Stjarnan mætir pólska liðinu Lech Poznan í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið er ytra, á Inea Stadion, heimavelli Poznan sem tekur rúmlega 43.000 manns í sæti. Stjörnumenn hafa forystu, 1-0, eftir fyrri leikinn á Samsung-vellinum, en það var Daninn Rolf Toft sem tryggði Garðbæingum sigurinn með marki á 48. mínútu. Poznan-menn sóttu stíft í leiknum og settu mikla pressu á heimamenn, en Stjörnuvörnin hélt sjó og fyrir aftan hana átti Ingvar Jónsson frábæran leik.Fullir tilhlökkunar Ingvar segist vera bjartsýnn fyrir seinni leikinn, en hann var að snæða hádegisverð þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við erum allir fullir tilhlökkunar og mjög spenntir fyrir leiknum. Við vitum að þetta verður hrikalega erfitt, en það er allt hægt í fótbolta eins og sást í fyrri leiknum,“ sagði markvörðurinn sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Njarðvík, en hefur verið í herbúðum Stjörnunnar frá haustinu 2010. „Þeir verða væntanlega með 40.000 öskrandi áhorfendur með sér, þannig að þetta verður rosalegt,“ bætti Ingvar við, en stuðningsmenn Poznan eru meðal þeirra allra hörðustu í Póllandi og eru frægir fyrir sérstakt fagn, þar sem þeir snúa baki í völlinn, taka hver utan um annan og hoppa í takt.Vonandi stöndumst við pressuna Ingvar segir mikilvægt fyrir Stjörnumenn að fá ekki á sig mark snemma leiks í kvöld. „Það verður gríðarlega mikilvægt. Þeir munu setja mikla pressu á okkur, eins og þeir gerðu í fyrri leiknum. Við stóðumst hana þá og vonandi stöndumst við hana aftur. Þetta gekk ágætlega í fyrri leiknum og þeir kvörtuðu mikið yfir aðstæðum,“ sagði Ingvar og vísaði þar til umkvartana þjálfara Poznan, Mariusz Rumak, eftir fyrri leikinn í Garðabæ. Rumak var ekki ánægður með gervigrasið á Samsung-vellinum og talaði um að boltinn hefði ekki flotið vel á því. „Þeir eru eflaust betri að spila á nýslegnu og blautu grasi,“ bætti Ingvar við, en hann talaði einnig um að Stjörnumenn þyrftu að hafa góðar gætur á flinkum og fljótum leikmönnum pólska liðsins. Poznan hefur ekki byrjað vel í pólsku úrvalsdeildinni, en á sunnudaginn tapaði liðið fyrir Wisla Kraków á heimavelli með þremur mörkum gegn tveimur. Eftir þrjár umferðir situr Poznan í 9. sæti með fjögur stig, en Ingvar segir að fyrir vikið muni pólska liðið eflaust mæta enn ákveðnara til leiks: „Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi og hafa ekki farið of vel af stað í deildinni, en þeir mæta eflaust enn grimmari til leiks. Það var nóg að gera í fyrri leiknum og það verður örugglega enn meira að gera í kvöld.“Erum með eitraðar skyndisóknir Þrátt fyrir að Poznan-liðið sé gríðarlega sterkt og útivöllurinn sterkur hafa Stjörnumenn fulla trú á verkefninu að sögn Ingvars: „Við höfum allir trú á þessu. Maður vissi ekki alveg við hverju átti að búast fyrir fyrri leikinn, en eftir sigurinn hafa allir í félaginu trú á að við getum farið áfram,“ sagði markvörðurinn öflugi og bætti við: „Ef við náum að halda markinu hreinu í einhvern tíma gæti gripið um sig örvænting í þeirra liði. Við erum með eitraðar skyndisóknir og ef við náum að skora komumst við í góða stöðu. Og þótt þeir skori 1-2 mörk, þá erum við alltaf inni í leiknum, því eitt útivallarmark dugar okkur. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna Miklar tekjur toppliðanna af þátttöku í Evrópukeppnum en sitthvað fer í ferðakostnað. 26. júlí 2014 07:00 Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Daníel Laxdal er leikmaður 13. umferðar hjá Fréttablaðinu, en hann átti stórleik í 2-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV. Stjarnan á í baráttu við FH á toppnum, auk þess sem liðið stendur í ströngu í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Lech Poznan í þriðju umferð.. 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld. 2. ágúst 2014 06:00 Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03 Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01 Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Von er á einni bestu stuðningsmannsveit Evrópu Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en næsti mótherji er Lech Poznan. Stuðningsmenn liðsins eru gríðarlega ástríðufullir og verður gaman að sjá hversu margir mæta til landsins. 25. júlí 2014 10:45 Trúin getur flutt fjöll Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum. 31. júlí 2014 08:00 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Stjarnan mætir pólska liðinu Lech Poznan í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið er ytra, á Inea Stadion, heimavelli Poznan sem tekur rúmlega 43.000 manns í sæti. Stjörnumenn hafa forystu, 1-0, eftir fyrri leikinn á Samsung-vellinum, en það var Daninn Rolf Toft sem tryggði Garðbæingum sigurinn með marki á 48. mínútu. Poznan-menn sóttu stíft í leiknum og settu mikla pressu á heimamenn, en Stjörnuvörnin hélt sjó og fyrir aftan hana átti Ingvar Jónsson frábæran leik.Fullir tilhlökkunar Ingvar segist vera bjartsýnn fyrir seinni leikinn, en hann var að snæða hádegisverð þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við erum allir fullir tilhlökkunar og mjög spenntir fyrir leiknum. Við vitum að þetta verður hrikalega erfitt, en það er allt hægt í fótbolta eins og sást í fyrri leiknum,“ sagði markvörðurinn sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Njarðvík, en hefur verið í herbúðum Stjörnunnar frá haustinu 2010. „Þeir verða væntanlega með 40.000 öskrandi áhorfendur með sér, þannig að þetta verður rosalegt,“ bætti Ingvar við, en stuðningsmenn Poznan eru meðal þeirra allra hörðustu í Póllandi og eru frægir fyrir sérstakt fagn, þar sem þeir snúa baki í völlinn, taka hver utan um annan og hoppa í takt.Vonandi stöndumst við pressuna Ingvar segir mikilvægt fyrir Stjörnumenn að fá ekki á sig mark snemma leiks í kvöld. „Það verður gríðarlega mikilvægt. Þeir munu setja mikla pressu á okkur, eins og þeir gerðu í fyrri leiknum. Við stóðumst hana þá og vonandi stöndumst við hana aftur. Þetta gekk ágætlega í fyrri leiknum og þeir kvörtuðu mikið yfir aðstæðum,“ sagði Ingvar og vísaði þar til umkvartana þjálfara Poznan, Mariusz Rumak, eftir fyrri leikinn í Garðabæ. Rumak var ekki ánægður með gervigrasið á Samsung-vellinum og talaði um að boltinn hefði ekki flotið vel á því. „Þeir eru eflaust betri að spila á nýslegnu og blautu grasi,“ bætti Ingvar við, en hann talaði einnig um að Stjörnumenn þyrftu að hafa góðar gætur á flinkum og fljótum leikmönnum pólska liðsins. Poznan hefur ekki byrjað vel í pólsku úrvalsdeildinni, en á sunnudaginn tapaði liðið fyrir Wisla Kraków á heimavelli með þremur mörkum gegn tveimur. Eftir þrjár umferðir situr Poznan í 9. sæti með fjögur stig, en Ingvar segir að fyrir vikið muni pólska liðið eflaust mæta enn ákveðnara til leiks: „Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi og hafa ekki farið of vel af stað í deildinni, en þeir mæta eflaust enn grimmari til leiks. Það var nóg að gera í fyrri leiknum og það verður örugglega enn meira að gera í kvöld.“Erum með eitraðar skyndisóknir Þrátt fyrir að Poznan-liðið sé gríðarlega sterkt og útivöllurinn sterkur hafa Stjörnumenn fulla trú á verkefninu að sögn Ingvars: „Við höfum allir trú á þessu. Maður vissi ekki alveg við hverju átti að búast fyrir fyrri leikinn, en eftir sigurinn hafa allir í félaginu trú á að við getum farið áfram,“ sagði markvörðurinn öflugi og bætti við: „Ef við náum að halda markinu hreinu í einhvern tíma gæti gripið um sig örvænting í þeirra liði. Við erum með eitraðar skyndisóknir og ef við náum að skora komumst við í góða stöðu. Og þótt þeir skori 1-2 mörk, þá erum við alltaf inni í leiknum, því eitt útivallarmark dugar okkur.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna Miklar tekjur toppliðanna af þátttöku í Evrópukeppnum en sitthvað fer í ferðakostnað. 26. júlí 2014 07:00 Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Daníel Laxdal er leikmaður 13. umferðar hjá Fréttablaðinu, en hann átti stórleik í 2-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV. Stjarnan á í baráttu við FH á toppnum, auk þess sem liðið stendur í ströngu í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Lech Poznan í þriðju umferð.. 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld. 2. ágúst 2014 06:00 Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03 Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01 Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Von er á einni bestu stuðningsmannsveit Evrópu Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en næsti mótherji er Lech Poznan. Stuðningsmenn liðsins eru gríðarlega ástríðufullir og verður gaman að sjá hversu margir mæta til landsins. 25. júlí 2014 10:45 Trúin getur flutt fjöll Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum. 31. júlí 2014 08:00 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna Miklar tekjur toppliðanna af þátttöku í Evrópukeppnum en sitthvað fer í ferðakostnað. 26. júlí 2014 07:00
Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Daníel Laxdal er leikmaður 13. umferðar hjá Fréttablaðinu, en hann átti stórleik í 2-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV. Stjarnan á í baráttu við FH á toppnum, auk þess sem liðið stendur í ströngu í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Lech Poznan í þriðju umferð.. 29. júlí 2014 08:00
Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld. 2. ágúst 2014 06:00
Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03
Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30
Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01
Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39
Von er á einni bestu stuðningsmannsveit Evrópu Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en næsti mótherji er Lech Poznan. Stuðningsmenn liðsins eru gríðarlega ástríðufullir og verður gaman að sjá hversu margir mæta til landsins. 25. júlí 2014 10:45
Trúin getur flutt fjöll Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum. 31. júlí 2014 08:00