Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 06:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir segist eingöngu hafa lofað að stúlkurnar fengju réttláta meðferð á Íslandi. vísir/stefán Aðstandendur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur áttu fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra skömmu áður en Hjördís ákvað að nema börn sín á brott og fara með þau frá Danmörku og til Íslands. Á fundinum töldu aðstandendur Hjördísar sig hafa fengið fullvissu frá ráðherranum um að börnin yrðu ekki send aftur úr landi. Hanna Birna þvertekur í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa gefið slíkt loforð. Hjördís var í vikunni dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir ólöglegt brottnám. Þá hefur dómstóll hér á landi komist að þeirri niðurstöðu að börnin þrjú skuli fara aftur til föður síns. Verði það niðurstaðan telur Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur og stuðningsmaður Hjördísar, að loforð hafi verið brotið. Arndís sat fundinn með ráðherra og lýsti því sem fram fór í bréfi sem hún hefur meðal annars sent á nokkra þingmenn. „[Innanríkis]ráðuneytið taldi sig ekki geta aðstoðað Hjördísi við að flýja til Íslands með börnin en ef hún kæmist af eigin rammleik myndi verða stutt við hana, börnunum veitt vernd og þær yrðu ekki sendar úr landi aftur.“ Arndís tengist málinu náið. Hún hýsti Hjördísi og börnin á meðan þau fóru huldu höfði, vikurnar áður en Hjördís fór með þau með einkaflugvél til Íslands. „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra og að þær yrðu verndaðar frá frekari lögbrotum og ofbeldi,“ segir hún.Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur í Noregi, hýsti Hjördísi þegar hún nam dætur sínar á brott frá Danmörku.„Ég skildi þetta hreinlega þannig að stelpurnar yrðu ekki undir neinum kringumstæðum sendar út aftur. Ég fór sérstaklega til Íslands til að fá fullvissu um að það væri óhætt fyrir Hjördísi að koma heim með börnin en íslenskir dómstólar hafa dæmt að þær skuli aftur til ofbeldismannsins, þrátt fyrir sálfræðiskýrslur og læknisvottorð sem sanna misnotkun." Aðspurð segir Hanna Birna þessa lýsingu hljóta að byggja á misskilningi enda hafi aldrei verið gefin fyrirheit um annað en að ráðuneytið myndi beita sér fyrir því að börnin fengju réttláta málsmeðferð ef málið kæmi til kasta þess. Hanna Birna segir ráðuneytið hafa gert allt sem í valdi þess stóð til að tryggja að það gengi eftir. „Ráðuneytið hefur talið að á fyrri stigum hafi mál Hjördísar ekki fengið nægilega vandaða málsmeðferð og það hefur eðlilega gengið nærri henni og hagsmunum barnanna,“ segir Hanna Birna. „Ráðuneytið gerði athugasemdir við umrædda málsmeðferð síðastliðið haust og þess vegna var það algjörlega sjálfsagt og eðlilegt að fyrirheit væru gefin um að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Og það hefur verið tryggt. Það er ein af ástæðum þess að málið er fyrir dómstólum núna. Á það ferli geta hins vegar hvorki ráðherra né ráðuneyti haft áhrif, en við hljótum öll að vona að niðurstaðan verði farsæl fyrir umrædd börn.“ Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Dómur var kveðinn upp í Horsens í dag. Ekki er vitað um áfrýjun enn. 13. maí 2014 11:10 Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan. 28. janúar 2014 08:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Aðstandendur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur áttu fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra skömmu áður en Hjördís ákvað að nema börn sín á brott og fara með þau frá Danmörku og til Íslands. Á fundinum töldu aðstandendur Hjördísar sig hafa fengið fullvissu frá ráðherranum um að börnin yrðu ekki send aftur úr landi. Hanna Birna þvertekur í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa gefið slíkt loforð. Hjördís var í vikunni dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir ólöglegt brottnám. Þá hefur dómstóll hér á landi komist að þeirri niðurstöðu að börnin þrjú skuli fara aftur til föður síns. Verði það niðurstaðan telur Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur og stuðningsmaður Hjördísar, að loforð hafi verið brotið. Arndís sat fundinn með ráðherra og lýsti því sem fram fór í bréfi sem hún hefur meðal annars sent á nokkra þingmenn. „[Innanríkis]ráðuneytið taldi sig ekki geta aðstoðað Hjördísi við að flýja til Íslands með börnin en ef hún kæmist af eigin rammleik myndi verða stutt við hana, börnunum veitt vernd og þær yrðu ekki sendar úr landi aftur.“ Arndís tengist málinu náið. Hún hýsti Hjördísi og börnin á meðan þau fóru huldu höfði, vikurnar áður en Hjördís fór með þau með einkaflugvél til Íslands. „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra og að þær yrðu verndaðar frá frekari lögbrotum og ofbeldi,“ segir hún.Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur í Noregi, hýsti Hjördísi þegar hún nam dætur sínar á brott frá Danmörku.„Ég skildi þetta hreinlega þannig að stelpurnar yrðu ekki undir neinum kringumstæðum sendar út aftur. Ég fór sérstaklega til Íslands til að fá fullvissu um að það væri óhætt fyrir Hjördísi að koma heim með börnin en íslenskir dómstólar hafa dæmt að þær skuli aftur til ofbeldismannsins, þrátt fyrir sálfræðiskýrslur og læknisvottorð sem sanna misnotkun." Aðspurð segir Hanna Birna þessa lýsingu hljóta að byggja á misskilningi enda hafi aldrei verið gefin fyrirheit um annað en að ráðuneytið myndi beita sér fyrir því að börnin fengju réttláta málsmeðferð ef málið kæmi til kasta þess. Hanna Birna segir ráðuneytið hafa gert allt sem í valdi þess stóð til að tryggja að það gengi eftir. „Ráðuneytið hefur talið að á fyrri stigum hafi mál Hjördísar ekki fengið nægilega vandaða málsmeðferð og það hefur eðlilega gengið nærri henni og hagsmunum barnanna,“ segir Hanna Birna. „Ráðuneytið gerði athugasemdir við umrædda málsmeðferð síðastliðið haust og þess vegna var það algjörlega sjálfsagt og eðlilegt að fyrirheit væru gefin um að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Og það hefur verið tryggt. Það er ein af ástæðum þess að málið er fyrir dómstólum núna. Á það ferli geta hins vegar hvorki ráðherra né ráðuneyti haft áhrif, en við hljótum öll að vona að niðurstaðan verði farsæl fyrir umrædd börn.“
Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Dómur var kveðinn upp í Horsens í dag. Ekki er vitað um áfrýjun enn. 13. maí 2014 11:10 Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan. 28. janúar 2014 08:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Dómur var kveðinn upp í Horsens í dag. Ekki er vitað um áfrýjun enn. 13. maí 2014 11:10
Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan. 28. janúar 2014 08:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30