Förum krýsuvíkurleiðina sem við þekkjum vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 09:00 Fanndís Friðriksdóttir hrasar og dettur í Nyon í gær. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er alveg ofboðslega svekktur með að tapa 3-0,“ sagði FreyrAlexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Sviss í undankeppni HM 2015 í gærkvöldi en frábært lið Sviss fór illa með okkar stelpur og beitti sínum baneitraða sóknarleik til þess að skora þrjú mörk. Sviss komst yfir í fyrri hálfleik með marki VanessuBernauer sem skoraði eftir klafs í teignum. Ísland þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik og var afgreitt með tveimur vel útfærðum skyndisóknum heimakvenna en mörkin skoruðu VanessaBürki og LaraDickenmann. „Ég verð bara að vera hreinskilinn. Við töpuðum fyrir betra liði. Mér finnst sóknarlína þeirra það góð að við getum ekki staðist þeim snúning. Þær eru líka varnarlega mjög skipulagðar. Við vorum samt inni í þessu framan af og lögðum okkur fram. Það var andi í því sem við gerðum og ég er ánægður með framlag stelpnanna,“ sagði Freyr.Sif Atladóttir spilaði á miðjunni.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonMarkið dauðadómur Íslenska liðið var vel undirbúið og taldi sig hafa fundið veikleika á svissneska liðinu. Því miður náðu stelpurnar okkar ekki að nýta þá þótt Freyr segi að leikáætlunin hafi gengið ágætlega upp. Ísland mætti einfaldlega ofjarli sínum í gær. „Skyndisóknirnar þeirra fóru með okkur. Við lendum undir á 33. mínútu þegar við fáum á okkur klaufalegt mark. Í seinni hálfleik höfum við engu að tapa því við urðum að fá þrjú stig. Við færðum þá leikmenn framar á völlinn en staðsetningin á okkar leikmönnum þegar þær sækja hratt var þannig að við réðum ekki við það. Það var dauðadómur að fá á sig þetta mark og þurfa að fara að elta. Þá verður þetta svo rosalega erfitt.“Ólína G. Viðarsdóttir lætur finna fyrir sér.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonKrýsuvíkurleiðin Sviss er sem fyrr í efsta sæti 3. riðils með 19 stig eftir sjö leiki en Ísland er með níu stig eftir fimm leiki. Draumurinn um efsta sætið er úti og nú verður Ísland að stefna á annað sætið í riðlinum. Keppt er í sjö riðlum og fara sjö efstu liðin beint á HM en þau fjögur sem enda með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Ísland á eftir þrjá álitlega heimaleiki gegn Ísrael, Möltu og Serbíu auk tveggja leikja við Dani, heima og að heima. „Okkar nálgun núna er að stefna á annað sætið. Það verður hörð keppni, við Dani líklega, og kannski Ísrael sem er þarna líka. Við verðum bara að vinna eins marga leiki og við getum og kíkja svo á töfluna í haust og sjá hvort stigafjöldinn dugi okkur. Ég hef fulla trú á því við sækjum þau stig sem við þurfum og við komumst í umspilið. Stelpurnar eru líka vanar því að fara í umspil. Við þekkjum þessa leið – Krýsuvíkurleiðina,“ sagði Freyr að lokum en næst er leikur við Dani í um miðjan júní. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42 Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
„Ég er alveg ofboðslega svekktur með að tapa 3-0,“ sagði FreyrAlexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Sviss í undankeppni HM 2015 í gærkvöldi en frábært lið Sviss fór illa með okkar stelpur og beitti sínum baneitraða sóknarleik til þess að skora þrjú mörk. Sviss komst yfir í fyrri hálfleik með marki VanessuBernauer sem skoraði eftir klafs í teignum. Ísland þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik og var afgreitt með tveimur vel útfærðum skyndisóknum heimakvenna en mörkin skoruðu VanessaBürki og LaraDickenmann. „Ég verð bara að vera hreinskilinn. Við töpuðum fyrir betra liði. Mér finnst sóknarlína þeirra það góð að við getum ekki staðist þeim snúning. Þær eru líka varnarlega mjög skipulagðar. Við vorum samt inni í þessu framan af og lögðum okkur fram. Það var andi í því sem við gerðum og ég er ánægður með framlag stelpnanna,“ sagði Freyr.Sif Atladóttir spilaði á miðjunni.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonMarkið dauðadómur Íslenska liðið var vel undirbúið og taldi sig hafa fundið veikleika á svissneska liðinu. Því miður náðu stelpurnar okkar ekki að nýta þá þótt Freyr segi að leikáætlunin hafi gengið ágætlega upp. Ísland mætti einfaldlega ofjarli sínum í gær. „Skyndisóknirnar þeirra fóru með okkur. Við lendum undir á 33. mínútu þegar við fáum á okkur klaufalegt mark. Í seinni hálfleik höfum við engu að tapa því við urðum að fá þrjú stig. Við færðum þá leikmenn framar á völlinn en staðsetningin á okkar leikmönnum þegar þær sækja hratt var þannig að við réðum ekki við það. Það var dauðadómur að fá á sig þetta mark og þurfa að fara að elta. Þá verður þetta svo rosalega erfitt.“Ólína G. Viðarsdóttir lætur finna fyrir sér.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonKrýsuvíkurleiðin Sviss er sem fyrr í efsta sæti 3. riðils með 19 stig eftir sjö leiki en Ísland er með níu stig eftir fimm leiki. Draumurinn um efsta sætið er úti og nú verður Ísland að stefna á annað sætið í riðlinum. Keppt er í sjö riðlum og fara sjö efstu liðin beint á HM en þau fjögur sem enda með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Ísland á eftir þrjá álitlega heimaleiki gegn Ísrael, Möltu og Serbíu auk tveggja leikja við Dani, heima og að heima. „Okkar nálgun núna er að stefna á annað sætið. Það verður hörð keppni, við Dani líklega, og kannski Ísrael sem er þarna líka. Við verðum bara að vinna eins marga leiki og við getum og kíkja svo á töfluna í haust og sjá hvort stigafjöldinn dugi okkur. Ég hef fulla trú á því við sækjum þau stig sem við þurfum og við komumst í umspilið. Stelpurnar eru líka vanar því að fara í umspil. Við þekkjum þessa leið – Krýsuvíkurleiðina,“ sagði Freyr að lokum en næst er leikur við Dani í um miðjan júní.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42 Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42
Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35