Foreldrar fá ekki að sjá niðurstöður PISA könnunarinnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. mars 2014 23:00 Foreldrarnir munu ekki fá að sjá samanburð á milli skóla í prófinu. Fréttablaðið/HAG Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnuninni á lesskilningi grunnskólanemenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því að foreldrar fengju að sjá sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum. Tillagan var felld með fimm atkvæðum meirihlutans. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að markmið tillögunar sé að „tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.“ Í bókun meirihlutans og fulltrúa kennara og skólastjóra segir að viðhorf minnihlutans einkennist af „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ Eva Einarsdóttir, fulltrúi Besta flokksins í nefndinni, segir hag skólanna og nemendanna sjálfra ekki felast í því að auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa í könnuninni. „Við eigum ekki bara að keppa í skólastarfi heldur líka að láta fólki líða vel,“ segir Eva og bætir við: „Mér finnst mikilvægt að foreldrar horfi í sinn heimahag. Er mikilvægast að foreldrar í Vesturbæ viti allt um hvað foreldrar í Grafarholti eru að gera og öfugt?“Bókun minnihlutans í heild sinniFulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna skuli fella tillögu um að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2012 verði gerðar opinberar með því að senda þær til viðkomandi skjólastjórnenda, skólaráðs og stjórn foreldrafélags. Markmið tillögunnar er að tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Markmið tillögunnar er ekki að etja skólum saman og benda í ásökunarstíl á þann skóla sem er verstur eins og fullyrt er í ómálefnalegri bókun meirihlutans. Rétt er að benda á að niðurstöður einstakra skóla í samræmdum prófum hafa verið birtar frá aldamótum og viðurkenna nú flestir að birting slíkra upplýsinga sé til góðs og veiti foreldrum mikilvægar upplýsingar um skóla barna þeirra. Á Íslandi er sjálfstæði skóla mikið, sem er góðs viti, en samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að ef upplýsingar um árangur eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélagi, þá vinnur það gegn kostum þess að skólar hafi mikið sjálfstæði. Því er það mjög mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins hafi fjölbreytt gögn til að tryggja enn frekar gæði skólastarfsins.Bókun meirihlutans í heild sinniUm margra ára skeið hafa skólar nýtt sér niðurstöður úr prófum og skimunum til umbóta. Hver skóli fær allar upplýsingar um niðurstöður sinna nemenda, hvort útkoman sé betri eða lakari en fyrri ár og um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla í borginni. Skóla- og frístundasvið birtir ekki lista yfir bestu og lökustu útkomuna og styður ekki þá hugmyndafræði að etja skólum saman í samkeppni á grunni niðurstaðna í prófum. Fyrst og síðast keppa skólar að því marki að ná framförum með sinn nemendahóp og gera betur á milli ára. Stjórnendur ræða niðurstöður í skólaráði þar sem foreldrar, kennarar og nemendur sitja við sama borð og eru fulltrúar fyrir sína hagsmunahópa í skólasamfélaginu. Skólaráð njóta fulls trausts til að ræða og taka ákvörðun um það hvernig kynning á niðurstöðum og umbótavinnu skólans fer fram og fara mismunandi leiðir til þess. Skólayfirvöld treysta fagfólki skólanna vel til að vinna með allar niðurstöður prófa og nýta þær til ígrundunar og umbóta á hverjum stað.Lykill að góðri skólaþróun er ekki að benda í ásökunarstíl á þann sem er verstur og hampa þeim sem er bestur hverju sinni á grundvelli einkunna. Lykill að góðri skólaþróun er að vinna jafnt og þétt að þróun markvissra kennsluhátta og fjölbreytts námsmats sem er í senn árangursmiðað en jafnframt styðjandi. Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnuninni á lesskilningi grunnskólanemenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því að foreldrar fengju að sjá sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum. Tillagan var felld með fimm atkvæðum meirihlutans. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að markmið tillögunar sé að „tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.“ Í bókun meirihlutans og fulltrúa kennara og skólastjóra segir að viðhorf minnihlutans einkennist af „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ Eva Einarsdóttir, fulltrúi Besta flokksins í nefndinni, segir hag skólanna og nemendanna sjálfra ekki felast í því að auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa í könnuninni. „Við eigum ekki bara að keppa í skólastarfi heldur líka að láta fólki líða vel,“ segir Eva og bætir við: „Mér finnst mikilvægt að foreldrar horfi í sinn heimahag. Er mikilvægast að foreldrar í Vesturbæ viti allt um hvað foreldrar í Grafarholti eru að gera og öfugt?“Bókun minnihlutans í heild sinniFulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna skuli fella tillögu um að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2012 verði gerðar opinberar með því að senda þær til viðkomandi skjólastjórnenda, skólaráðs og stjórn foreldrafélags. Markmið tillögunnar er að tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Markmið tillögunnar er ekki að etja skólum saman og benda í ásökunarstíl á þann skóla sem er verstur eins og fullyrt er í ómálefnalegri bókun meirihlutans. Rétt er að benda á að niðurstöður einstakra skóla í samræmdum prófum hafa verið birtar frá aldamótum og viðurkenna nú flestir að birting slíkra upplýsinga sé til góðs og veiti foreldrum mikilvægar upplýsingar um skóla barna þeirra. Á Íslandi er sjálfstæði skóla mikið, sem er góðs viti, en samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að ef upplýsingar um árangur eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélagi, þá vinnur það gegn kostum þess að skólar hafi mikið sjálfstæði. Því er það mjög mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins hafi fjölbreytt gögn til að tryggja enn frekar gæði skólastarfsins.Bókun meirihlutans í heild sinniUm margra ára skeið hafa skólar nýtt sér niðurstöður úr prófum og skimunum til umbóta. Hver skóli fær allar upplýsingar um niðurstöður sinna nemenda, hvort útkoman sé betri eða lakari en fyrri ár og um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla í borginni. Skóla- og frístundasvið birtir ekki lista yfir bestu og lökustu útkomuna og styður ekki þá hugmyndafræði að etja skólum saman í samkeppni á grunni niðurstaðna í prófum. Fyrst og síðast keppa skólar að því marki að ná framförum með sinn nemendahóp og gera betur á milli ára. Stjórnendur ræða niðurstöður í skólaráði þar sem foreldrar, kennarar og nemendur sitja við sama borð og eru fulltrúar fyrir sína hagsmunahópa í skólasamfélaginu. Skólaráð njóta fulls trausts til að ræða og taka ákvörðun um það hvernig kynning á niðurstöðum og umbótavinnu skólans fer fram og fara mismunandi leiðir til þess. Skólayfirvöld treysta fagfólki skólanna vel til að vinna með allar niðurstöður prófa og nýta þær til ígrundunar og umbóta á hverjum stað.Lykill að góðri skólaþróun er ekki að benda í ásökunarstíl á þann sem er verstur og hampa þeim sem er bestur hverju sinni á grundvelli einkunna. Lykill að góðri skólaþróun er að vinna jafnt og þétt að þróun markvissra kennsluhátta og fjölbreytts námsmats sem er í senn árangursmiðað en jafnframt styðjandi. Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira