Vildu ekki að teflt væri á tvær hættur fyrir sjúklinga í sjúkraflugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2014 07:30 Björn Gunnarsson læknir lýsti áhyggjum sem uppi voru af glannaskap Mýflugsmanna á sjúkraflugvél í Fréttablaðinu á þriðjudag. Björn starfar nú í Noregi. Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent