Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2014 11:14 Hraunið þenur sig aðallega út til norðurs þessa dagana. Mynd/JÍ/GroPedersen Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira