Setur Yaya Touré met? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. desember 2014 18:00 Touré skoraði 20 mörk fyrir Englandsmeistara Manchester City á síðustu leiktíð. vísir/getty Yaya Touré, leikmaður Manchester City og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, gæti orðið fyrstur til að vera valinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku fjögur ár í röð. Touré er einn þeirra þriggja sem eru tilnefndir í ár, en hinir eru Vincent Enyeama, markvörður Lille og Nígeríu, og Gabon-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang sem leikur með Dortmund í Þýskalandi. Hvorugur þeirra hefur verið tilnefndur áður. Verði Aubameyang fyrir valinu verður hann annar leikmaðurinn sem er ekki fæddur í Afríku til að hljóta nafnbótina. Hinn var malíski framherjinn Frédéric Kanouté árið 2007, en hann fæddist í Frakklandi líkt og Aubameyang. Touré, sem er 31 árs, hefur hlotið nafnbótina Knattspyrnumaður ársins í Afríku þrjú ár í röð og getur orðið, eins og áður sagði, sá fyrsti til hljóta hana fjögur ár í röð. Tveir aðrir leikmenn hafa hlotið nafnbótina þrjú ár í röð. Fyrstur til þess var Abedi Pelé frá Ghana, en hann fékk verðlaunin 1991, 1992 og 1993. Kamerúninn Samuel Eto'o lék sama leik á árunum 2004-2006. Eto'o var einnig Knattspyrnumaður ársins í Afríku 2010, en enginn hefur hlotið þessa nafnbót jafn oft og hann, eða fjórum sinnum. Verðlaunin fyrir Knattspyrnumann ársins í Afríku verða veitt 8. janúar næstkomandi.Enyeama ver mark Lille í Frakklandi og nígeríska landsliðsins.vísir/gettyAubameyang er meðal þeirra fljótustu í bransanum.vísir/getty Fótbolti Fréttir ársins 2014 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Yaya Touré, leikmaður Manchester City og landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, gæti orðið fyrstur til að vera valinn Knattspyrnumaður ársins í Afríku fjögur ár í röð. Touré er einn þeirra þriggja sem eru tilnefndir í ár, en hinir eru Vincent Enyeama, markvörður Lille og Nígeríu, og Gabon-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang sem leikur með Dortmund í Þýskalandi. Hvorugur þeirra hefur verið tilnefndur áður. Verði Aubameyang fyrir valinu verður hann annar leikmaðurinn sem er ekki fæddur í Afríku til að hljóta nafnbótina. Hinn var malíski framherjinn Frédéric Kanouté árið 2007, en hann fæddist í Frakklandi líkt og Aubameyang. Touré, sem er 31 árs, hefur hlotið nafnbótina Knattspyrnumaður ársins í Afríku þrjú ár í röð og getur orðið, eins og áður sagði, sá fyrsti til hljóta hana fjögur ár í röð. Tveir aðrir leikmenn hafa hlotið nafnbótina þrjú ár í röð. Fyrstur til þess var Abedi Pelé frá Ghana, en hann fékk verðlaunin 1991, 1992 og 1993. Kamerúninn Samuel Eto'o lék sama leik á árunum 2004-2006. Eto'o var einnig Knattspyrnumaður ársins í Afríku 2010, en enginn hefur hlotið þessa nafnbót jafn oft og hann, eða fjórum sinnum. Verðlaunin fyrir Knattspyrnumann ársins í Afríku verða veitt 8. janúar næstkomandi.Enyeama ver mark Lille í Frakklandi og nígeríska landsliðsins.vísir/gettyAubameyang er meðal þeirra fljótustu í bransanum.vísir/getty
Fótbolti Fréttir ársins 2014 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira