Formúla 1

Button áfram hjá McLaren

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Button ekur með Fernando Alonso en Kevin Magnussen verður tilraunaökumaður.
Button ekur með Fernando Alonso en Kevin Magnussen verður tilraunaökumaður. Vísir/Getty
McLaren staðfesti í morgun að Jenson Button verði áfram í keppnisliði McLaren í Formúlu 1-kappakstrinum og verði því liðsfélagi Fernando Alonso, sem kom frá Ferrari á dögunum.

Kevin Magnussen missir því sæti sitt í liðinu en verður þó áfram hjá McLaren sem tilrauna og varaökumaður.

„Fernando og Jenson hafa ekið í nákvæmlega 500 mótum samanlagt og unnið 47 þeirra,“ sagði Ron Dennis, liðsstjóri McLaren. „Ekkert annað lið státar af jafn sterkri uppstillingu í dag.“

Alonso var síðast á mála hjá McLaren fyrir sjö árum síðan en fór eftir að hafa lent upp á kant við Dennis. Hann segist þó þess fullviss um að liðið sé á réttri braut í dag. „Ég veit að það gæti tekið smá tíma að ná þeim árangri sem stefnum að en það er í góðu lagi mín vegna.“

Button hefur verið hjá McLaren í sex ár og sextán ár alls í Formúlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×