Fótbolti

Ragnar í sigurliði gegn Everton

Everton var búið að vinna riðilinn.
Everton var búið að vinna riðilinn. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og hans menn í rússneska úrvalsdeildarliðinu Krasnodar unnu enska úrvalsdeildarliðið Everton, 1-0, í lokaleik H-riðils Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Everton var búið að vinna riðilinn fyrir leikinn og nýtti Roberto Martínez því tækifærið og hvíldi flesta af lykilmönnum liðsins. Margir ungir strákar fengu að spreyta sig.

Eina mark leiksins skoraði Ricardo Laborde á 30. mínútu úr þröngu færi, en Joel Robles, markvörður Everton, hefði átt að gera miklu betur.

Ragnar Sigurðsson spilaði mjög vel í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar og átti stóran þátt í því að liðið hélt hreinu. Það kvaddi Evrópudeildina með stæl í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×