Formúla 1

Ecclestone: Ég stjórna Formúlu 1 ennþá

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Bernie Ecclestone er vel rúmlega kominn á eftirlauna aldur.
Bernie Ecclestone er vel rúmlega kominn á eftirlauna aldur. Vísir/Getty
Bernie Ecclestone, oft kallaður einráður Formúlu 1 segir að hann sé enn við stjórnartauma íþróttarinnar. Hann segist þó hafa áætlun um eftirmann sinn.

Á undanförnum vikum hefur Paul Walsh, fyrrum yfirmaður Diego samsteypunnar sem meðal annars rekur Guinnes ölgerðina, verið orðaður við stjórnarformannsstól CVC Capital (sem á sjónvarpsréttinn af Formúlu 1).

Ecclestone svaraði aðspurður um málið „ég stýri félaginu eins og ég eigi það.“

„Ég þarf ekki að gera neitt með neinum. Sem betur fer, ég er kominn yfir eftirlauna aldur, á ennþá smá pening í bankanum, þannig að ég er ekki að leita að vinnu. Ég er sáttur hér svo lengi sem stjórnin er sátt við mig. Þegar ég tel mig ekki geta sinnt starfinu lengur, þá hætti ég,“ bætti Ecclestone við.

Eftirmaður Ecclestone verður Formúlu 1 lögfræðingurinn Sacha Woodward-Hill, ef Ecclestone fær að ráða.

„Ef ég stjórnaði nefndinni myndi ég mæla með því að hafa konu sem framkvæmdastjóra. En ef ég létist núna, væri nóg af fólki sem gæti haldið rekstrinum áfram eins og við höfum sett skipulagið upp,“ sagði hinn 84 ára Bernie Ecclestone að lokum.


Tengdar fréttir

Red Bull óttast meiri yfirburði Mercedes 2015

Red Bull liðið gerir ekki ráð fyrir að eiga roð í Mercedes á næsta tímabili. Red Bull telur að yfirburðir þýska risans verði líklega meiri en í þeir voru í ár.

Brotist inn hjá Red Bull

Yfir 60 bikurum var stolið úr höfuðstöðvum Formúlu 1 liðs Red Bull í gærkvöldi. Þjófarnir óku jeppa í gegnum hliðið sem var fyrir innkeyrslunni.

Jules Bianchi ók of hratt

Formúlu 1 ökumaðurinn Jules Bianchi varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar hann lenti á vinnuvél í rigningu í japanska kappakstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×