500 manns í sprotafyrirtækjum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2014 19:00 Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15
Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45