Formúla 1

Webber slapp ótrúlega frá hörðum árekstri | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Webber ekur breyttum Porsche 911 í World Endurance mótaröðinni.
Webber ekur breyttum Porsche 911 í World Endurance mótaröðinni. Vísir/Getty
Mark Webber, fyrrum ökuþór úr Formúlu 1, slapp ótrúlega vel þegar hann lenti í hörðum árekstri á móti í Brasilíu um helgina.

Webber var að keppa fyrir Porsche-liðið í svokölluðu World Endurance-móti en keppnin fór fram í Sao Paulo og tók sex klukkustundir. Myndband af árekstrinum má sjá hér, á heimasíðu Eurosport.

Fram kom á Facebook-síðu Webber að hann hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli og hefði verið fluttur í sjúkramiðstöð þar sem hann fær frekari aðhlynningu. Hann væri þó vakandi.

Webber keppti í Formúlu 1 í tólf ár og vann alls níu mót. Hann varð þrívegis í þriðja sæti í stigakeppni ökuþóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×