Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 11:52 Hér má sjá mynd sem Ásgeir tók í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, skömmu fyrir átökin. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira