Hannes: Ég sakna Gulla smá Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2014 10:00 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hvíldi þegar Ísland mætti Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudag en þeir Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson spiluðu hvor sinn hálfleikinn í Brussel. „Ég naut þess að sitja og horfa á góðan fótboltaleik. Hinir markverðirnir styðja mig af fullum krafti þegar ég spila og nú snerist það við,“ sagði Hannes en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár og verið varamarkvörður Hannesar í síðustu landsleikjum. Hann er þó ekki með liðinu nú. „Við höfum átt virkilega gott samstarf og hann hefur stutt mig í gegnum súrt og sætt. Það hefði verið gaman að hafa hann hjá okkur enda hefur hann reynst mér vel í gegnum tíðina. Ég sakna hans smá.“ Hannes á eins og aðrir í íslenska landsliðinu von á erfiðum leik gegn Tékkum á morgun en segir erfitt að meta hvort það verði mikið að gera hjá honum. „Maður veit aldrei á hverju er von fyrirfram en spilamennska okkar að undanförnu gefur ástæðu til bjartsýni, ekki síst varnarleikurinn. Við höfum haldið hreinu í þrjá leiki í röð og er það engin tilviljun. Liðið hefur verið virkilega þétt.“ Hann á von á jöfnum leik enda liðin áþekk. „Þeir virðast eiga slatta af vopnum í sínu vopnabúri en það eigum við líka. Við höfum lagst í skotgrafirnar þar sem við höfum varist vel og beitt skyndisóknum en líka spilað leik þar sem við erum meira með boltann. Gegn Tyrkjum var þetta beggja blands og ættum við því að eiga lausnir fyrir þennan leik.“ „Þetta gæti ráðist á smáatriðum og heppni. Við vitum að ef við sinnum okkar vinnu almennilega þá eru meiri líkur á því að sigurinn falli okkar megin.“ Varnarleikur Íslands hefur verið afar sannfærandi að undanförnu enda liðið ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar. Þó svo að Belgía hafi skorað þrívegis gegn Íslandi var það gegn gerbreytti varnarlínu sem þó hélt góðu skipulagi á löngum köflum. „Það er ekki hægt að líkja því saman við að hafa götótta vörn fyrir framan sig. Það er ótrúlega þægileg tilfinning að hafa menn sem vita hvað þeir eru að gera og vinna hverja fyrir aðra.“ „Það er traustvekjandi tilfinning og þannig hefur það verið upp á síðkastið, eins og sást gegn Belgíu. Hver svo sem stígur inn þekkir sitt hlutverk.“ Hannes Þór hefur haldið marki íslenska liðsins hreinu síðan í vináttulandsleik gegn Austurríki fyrr á þessu ári - samtals í 332 mínútur. Og vitanlega í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni í haust. „Ég spái ekki mikið í svona tölfræði og er fyrst og fremst að hugsa um stigin. Möguleikar okkar á sigri aukast til muna ef við höldum hreinu og vonandi verður áframhald á því á morgun.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Mér flaug í hug að hætta við leikinn gegn Belgíu Segir Tékkana njóta góðs af því að hafa æft saman í heila viku. 15. nóvember 2014 22:45 Fyrirliðinn ekki lengur flippaði gaurinn í landsliðinu Aron Einar Gunnarsson hefur margsannað sig sem leiðtogi íslenska landsliðsins innan vallar sem utan. Hann segist stoltur af því að fá að kalla sig fyrirliða þessa hóps og vonar að uppgangurinn sé rétt að byrja. 15. nóvember 2014 07:00 Aron: Tilfinningin ekki önnur nú Aron Einar Gunnarsson segir ekki auðvelt að ætla sér að sækja þrjú stig til Tékklands. 15. nóvember 2014 15:06 Allir tóku þátt á æfingunni í Plzen | Myndir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Tékklandi. 15. nóvember 2014 11:55 Kolbeinn sá bróður sinn skora gegn Tékkum Andri Sigþórsson var á skotskónum í sigrinum fræga gegn Tékkum. 15. nóvember 2014 10:00 Jón Daði: Cech bara mannlegur eins og við hin Sóknarmaðurinn segir að það yrði skemmtilegur bónus að skora fram hjá Petr Cech. 15. nóvember 2014 14:50 45 þúsund Tékkar óskuðu eftir miðum Rúmlega 700 Íslendingar verða á Doosan Arena. 15. nóvember 2014 11:30 Kolbeinn: Framherjar verða að halda ró sinni þó illa gangi Kolbeinn Sigþórsson lætur gagnrýnisraddir ekki setja sig úr jafnvægi. Á ýmsu hefur gengið hjá liði hans, Ajax í Hollandi, en hann segist ánægður þar þó að hann hafi verið hársbreidd frá því að yfirgefa félagið. 15. nóvember 2014 06:00 Aron Einar: Er með Víkingatattú því mér finnst það töff Fyrirliðinn óttast ekki hvernig flúrin fara í ellinni. 15. nóvember 2014 09:00 Læknir landsliðsins segir sjúkraþjálfarana vinna kraftaverk Gauti Laxdal segir að það sé í mörg horn að líta fyrir sjúkrateymi íslenska landsliðsins. 15. nóvember 2014 21:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hvíldi þegar Ísland mætti Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudag en þeir Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson spiluðu hvor sinn hálfleikinn í Brussel. „Ég naut þess að sitja og horfa á góðan fótboltaleik. Hinir markverðirnir styðja mig af fullum krafti þegar ég spila og nú snerist það við,“ sagði Hannes en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár og verið varamarkvörður Hannesar í síðustu landsleikjum. Hann er þó ekki með liðinu nú. „Við höfum átt virkilega gott samstarf og hann hefur stutt mig í gegnum súrt og sætt. Það hefði verið gaman að hafa hann hjá okkur enda hefur hann reynst mér vel í gegnum tíðina. Ég sakna hans smá.“ Hannes á eins og aðrir í íslenska landsliðinu von á erfiðum leik gegn Tékkum á morgun en segir erfitt að meta hvort það verði mikið að gera hjá honum. „Maður veit aldrei á hverju er von fyrirfram en spilamennska okkar að undanförnu gefur ástæðu til bjartsýni, ekki síst varnarleikurinn. Við höfum haldið hreinu í þrjá leiki í röð og er það engin tilviljun. Liðið hefur verið virkilega þétt.“ Hann á von á jöfnum leik enda liðin áþekk. „Þeir virðast eiga slatta af vopnum í sínu vopnabúri en það eigum við líka. Við höfum lagst í skotgrafirnar þar sem við höfum varist vel og beitt skyndisóknum en líka spilað leik þar sem við erum meira með boltann. Gegn Tyrkjum var þetta beggja blands og ættum við því að eiga lausnir fyrir þennan leik.“ „Þetta gæti ráðist á smáatriðum og heppni. Við vitum að ef við sinnum okkar vinnu almennilega þá eru meiri líkur á því að sigurinn falli okkar megin.“ Varnarleikur Íslands hefur verið afar sannfærandi að undanförnu enda liðið ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar. Þó svo að Belgía hafi skorað þrívegis gegn Íslandi var það gegn gerbreytti varnarlínu sem þó hélt góðu skipulagi á löngum köflum. „Það er ekki hægt að líkja því saman við að hafa götótta vörn fyrir framan sig. Það er ótrúlega þægileg tilfinning að hafa menn sem vita hvað þeir eru að gera og vinna hverja fyrir aðra.“ „Það er traustvekjandi tilfinning og þannig hefur það verið upp á síðkastið, eins og sást gegn Belgíu. Hver svo sem stígur inn þekkir sitt hlutverk.“ Hannes Þór hefur haldið marki íslenska liðsins hreinu síðan í vináttulandsleik gegn Austurríki fyrr á þessu ári - samtals í 332 mínútur. Og vitanlega í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni í haust. „Ég spái ekki mikið í svona tölfræði og er fyrst og fremst að hugsa um stigin. Möguleikar okkar á sigri aukast til muna ef við höldum hreinu og vonandi verður áframhald á því á morgun.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Mér flaug í hug að hætta við leikinn gegn Belgíu Segir Tékkana njóta góðs af því að hafa æft saman í heila viku. 15. nóvember 2014 22:45 Fyrirliðinn ekki lengur flippaði gaurinn í landsliðinu Aron Einar Gunnarsson hefur margsannað sig sem leiðtogi íslenska landsliðsins innan vallar sem utan. Hann segist stoltur af því að fá að kalla sig fyrirliða þessa hóps og vonar að uppgangurinn sé rétt að byrja. 15. nóvember 2014 07:00 Aron: Tilfinningin ekki önnur nú Aron Einar Gunnarsson segir ekki auðvelt að ætla sér að sækja þrjú stig til Tékklands. 15. nóvember 2014 15:06 Allir tóku þátt á æfingunni í Plzen | Myndir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Tékklandi. 15. nóvember 2014 11:55 Kolbeinn sá bróður sinn skora gegn Tékkum Andri Sigþórsson var á skotskónum í sigrinum fræga gegn Tékkum. 15. nóvember 2014 10:00 Jón Daði: Cech bara mannlegur eins og við hin Sóknarmaðurinn segir að það yrði skemmtilegur bónus að skora fram hjá Petr Cech. 15. nóvember 2014 14:50 45 þúsund Tékkar óskuðu eftir miðum Rúmlega 700 Íslendingar verða á Doosan Arena. 15. nóvember 2014 11:30 Kolbeinn: Framherjar verða að halda ró sinni þó illa gangi Kolbeinn Sigþórsson lætur gagnrýnisraddir ekki setja sig úr jafnvægi. Á ýmsu hefur gengið hjá liði hans, Ajax í Hollandi, en hann segist ánægður þar þó að hann hafi verið hársbreidd frá því að yfirgefa félagið. 15. nóvember 2014 06:00 Aron Einar: Er með Víkingatattú því mér finnst það töff Fyrirliðinn óttast ekki hvernig flúrin fara í ellinni. 15. nóvember 2014 09:00 Læknir landsliðsins segir sjúkraþjálfarana vinna kraftaverk Gauti Laxdal segir að það sé í mörg horn að líta fyrir sjúkrateymi íslenska landsliðsins. 15. nóvember 2014 21:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Heimir: Mér flaug í hug að hætta við leikinn gegn Belgíu Segir Tékkana njóta góðs af því að hafa æft saman í heila viku. 15. nóvember 2014 22:45
Fyrirliðinn ekki lengur flippaði gaurinn í landsliðinu Aron Einar Gunnarsson hefur margsannað sig sem leiðtogi íslenska landsliðsins innan vallar sem utan. Hann segist stoltur af því að fá að kalla sig fyrirliða þessa hóps og vonar að uppgangurinn sé rétt að byrja. 15. nóvember 2014 07:00
Aron: Tilfinningin ekki önnur nú Aron Einar Gunnarsson segir ekki auðvelt að ætla sér að sækja þrjú stig til Tékklands. 15. nóvember 2014 15:06
Allir tóku þátt á æfingunni í Plzen | Myndir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Tékklandi. 15. nóvember 2014 11:55
Kolbeinn sá bróður sinn skora gegn Tékkum Andri Sigþórsson var á skotskónum í sigrinum fræga gegn Tékkum. 15. nóvember 2014 10:00
Jón Daði: Cech bara mannlegur eins og við hin Sóknarmaðurinn segir að það yrði skemmtilegur bónus að skora fram hjá Petr Cech. 15. nóvember 2014 14:50
45 þúsund Tékkar óskuðu eftir miðum Rúmlega 700 Íslendingar verða á Doosan Arena. 15. nóvember 2014 11:30
Kolbeinn: Framherjar verða að halda ró sinni þó illa gangi Kolbeinn Sigþórsson lætur gagnrýnisraddir ekki setja sig úr jafnvægi. Á ýmsu hefur gengið hjá liði hans, Ajax í Hollandi, en hann segist ánægður þar þó að hann hafi verið hársbreidd frá því að yfirgefa félagið. 15. nóvember 2014 06:00
Aron Einar: Er með Víkingatattú því mér finnst það töff Fyrirliðinn óttast ekki hvernig flúrin fara í ellinni. 15. nóvember 2014 09:00
Læknir landsliðsins segir sjúkraþjálfarana vinna kraftaverk Gauti Laxdal segir að það sé í mörg horn að líta fyrir sjúkrateymi íslenska landsliðsins. 15. nóvember 2014 21:00