Fótbolti

Þjálfari Tékklands: Innköstin hættulegust hjá Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Við erum svo sannarlega ekki sigurstranglegastir í riðlinum þrátt fyrir stöðuna,“ sagði Pavel Vrba, þjálfari tékkneska landsliðsins í fótbolta, við tékkneska fjölmiðla eftir 2-1 sigurinn á Íslandi í gær.

Tékkland er á toppi riðilsins með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki og er ansi líklegt til að bóka sér farseðil til Frakklands á EM sumarið 2016.

„Ég skal viðurkenna það að við erum komnir með góðan grunn til að byggja á, en ég held að við þurfum allavega tíu stig til viðbótar. Við eigum fullt af erfiðum leikjum eftir eins og gegn Hollandi sem er komið aftur á skrið,“ sagði Vrba.

Ísland komst yfir í leiknum í gær með marki Ragnars Sigurðssonar sem Ísland skoraði eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Kolbeinn Sigþórsson hafði þá betur gegn markverðinum Petr Cech í baráttunni sem varð til þess að Birkir Bjarnason lagði boltann með höfðinu fyrir Ragnar.

„Við vissum að þarna væru Íslendingarnir sterkir. Þeir voru hættulegastir þegar þeir köstuðu inn á teiginn af 25 metra færi frekar en í öðrum föstum leikatriðum. Við vörðumst þessu ekki vel til að byrja með og ég biðst afsökunar á því. Svona gerist í boltanum,“ sagði Vrba.

„En við stóðum okkur mun betur í seinni hálfleik og vörðumst tveimur hættulegum innköstum mjög vel. Ég er stoltur af strákunum og þeim karakter sem liðið sýndi. Þetta var eins og í Tyrklandi á dögunum; alveg frábært.“


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn

Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Klaufabárðar í Tékklandi

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2016 í Plzen í Tékklandi í gærkvöldi en það var ekki bara klaufalegt sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem varð strákunum að falli í Plzen.

Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu

Einstaklingsmistök gerðu það að verkum að leikskipulag íslenska landsliðsins gekk ekki upp í naumu tapi gegn Tékklandi í kvöld að mati Theódórs Elmars, leikmanns íslenska landsliðsins.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×