KR vill fá Rasmus - Bjarni ræðir við Guðmund eftir helgina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2014 13:18 Guðmundur Reynir Gunnarsson og Rasmus Christiansen. vísir/daníel/vilhelm Danski miðvörðurinn RasmusChristiansen gæti verið á leiðinni í KR, en samkvæmt heimildum Vísis hefur Vesturbæjarliðið mikinn áhuga á að semja við hann. Rasmus lék þrjú sumur með ÍBV frá 2010-2012 við góðan orðstír og var gerður að fyrirliða liðsins, en hann hefur spilað undanfarin tvö ár með norska B-deildarliðinu Ull/Kisa. „Hann er einn af nokkrum sem við erum að skoða. Þetta mál er bara í athugun. Meira get ég ekki sagt um þetta á þessari stundu,“ segir BjarniGuðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, í samtali við Vísi. Rasmus er góðvinur Stefáns Loga Magnússonar, markvarðar KR, en þeir spiluðu saman hjá Ull/Kisa í fyrra.Bjarni Guðjónsson.vísir/valli„Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ sagði Rasmus við Vísi fyrr í sumar. Daninn varð fyrir því óláni að slíta krossband í sumar og fór í aðgerð í maí. Hann sagði við Vísi í sumar að draumur hans væri að fara í betri deild, en möguleiki væri að koma aftur til Íslands til að koma sér aftur í gang. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Íslands. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ sagði Rasmus Christiansen við Vísi. Þá ætlar Bjarni Guðjónsson einnig að telja Guðmundi Reyni Gunnarssyni, vinstri bakverði KR, hughvarf um að hætta í fótbolta. Guðmundur gaf það út að ferlinum væri lokið undir lok tímabilsins og fékk hálfgerðan kveðjuleik í lokaumferðinni. „Ég heyri í Mumma eftir helgina. Hann verður með. Það hlýtur bara að vera,“ segir Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Danski miðvörðurinn RasmusChristiansen gæti verið á leiðinni í KR, en samkvæmt heimildum Vísis hefur Vesturbæjarliðið mikinn áhuga á að semja við hann. Rasmus lék þrjú sumur með ÍBV frá 2010-2012 við góðan orðstír og var gerður að fyrirliða liðsins, en hann hefur spilað undanfarin tvö ár með norska B-deildarliðinu Ull/Kisa. „Hann er einn af nokkrum sem við erum að skoða. Þetta mál er bara í athugun. Meira get ég ekki sagt um þetta á þessari stundu,“ segir BjarniGuðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, í samtali við Vísi. Rasmus er góðvinur Stefáns Loga Magnússonar, markvarðar KR, en þeir spiluðu saman hjá Ull/Kisa í fyrra.Bjarni Guðjónsson.vísir/valli„Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ sagði Rasmus við Vísi fyrr í sumar. Daninn varð fyrir því óláni að slíta krossband í sumar og fór í aðgerð í maí. Hann sagði við Vísi í sumar að draumur hans væri að fara í betri deild, en möguleiki væri að koma aftur til Íslands til að koma sér aftur í gang. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Íslands. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ sagði Rasmus Christiansen við Vísi. Þá ætlar Bjarni Guðjónsson einnig að telja Guðmundi Reyni Gunnarssyni, vinstri bakverði KR, hughvarf um að hætta í fótbolta. Guðmundur gaf það út að ferlinum væri lokið undir lok tímabilsins og fékk hálfgerðan kveðjuleik í lokaumferðinni. „Ég heyri í Mumma eftir helgina. Hann verður með. Það hlýtur bara að vera,“ segir Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06